Litríkur september í skautaskólanum

22/09/2015

Sunnudaginn 27. september verður þemadagur í skautaskólanum og eiga börnin að mæta í litríkum fötum á æfingar til að halda upp á 70’s og 80’s tímabilið. Það verður spiluð tónlist frá tímabilinu og gerðar skemmtilegar skautaæfingar við.

Í vetur er stefnt á að brjóta upp hversdagsleikan og hafa einn þemadag í mánuði og verður hann tilkynntur með góðum fyrirvara bæði hér á síðunni, í foreldra hópunum á Facebook og á auglýsingatöflunni niður í Skautahöll.