Jólamót í Laugardalnum

09/12/2015

Á laugardaginn 12 des verður haldið Jólamót fyrir 4. & 5.flokk. Þetta mót er haldið í samvinnu með Birninum. Við stefnum á því að hafa 5 blönduð lið sem öll spila 4 leiki hvor, þrautakeppni og svo að lokum pizzupartý og léttan jólapakka halda keppendum.

6. & 7.flokkur fer svo á sunnudaginn 13 des í Egilshöll til að spila við Björninn. Ég birti dagskrá um leið og ég fæ hana, enn þetta byrjar ca. 09:20 og er búið um 11:00 á sunnudaginn.

Dagskrá er í stuttum drögum svona.

Laugardaginn 12 desember.

Höllin opnar 07:30, leikmenn mæta og fá að vita í hvað liði þeir eru.

Förum á ís 08:00 og þá hefst þrautakeppni, 5 stöðvar með 5 árherslum.

09:10 – 11:47 Leikir allir á móti öllum. Leiktími er 1 x 12 min.

Strax á eftir síðasta leik er jólapakkinn afhentur, myndartaka á öll lið og tilkynnt um sigurlið í þrautakeppni og riðlakeppni. Svo skellum við okkur í pizzu og höfum það smá kósy saman allir íshokkíleikmenn höfuðborgarsvæðisins sem eru í 4. & 5.flokki.
Mótsgjald er 2.000 kr og skráning fer fram á Facebook eða ragnar@skautafelag.is. Skráning lýkur á föstudaginn 13:30.