Skautasvell á Ingólfstorgi

02/12/2015

Núna í enda nóvember var hafist handa við að setja upp skautasvell á Ingólfstorgi í Reykjavík.  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta er reynt þar sem Tryggingamiðstöðin setti upp sambærilegt svell í samstrafi við Björninn í Egilshöll árið 2006.  Það var frekar frostléttur vetur og var kostnaður við það svell ærinn.  En það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að gera þetta aftur!  Núna hefur fjarskiptafyrirtækið Nova rennt í hlað og tekið það að sér að setja upp skautasvellið á Ingólfstorgi þetta árið.

Það er ljóst að þátttaka félagsmanna í Skautafélagi Reykjavíkur er mikilvægur svo að svona verkefni nái að festa sig í sessi.  Því að því fleiri góðir skautarar eru á svellinu og halda uppi hróðri félagsins og því starfi sem þar er unnið því meiri lýkur eru á að iðkendum fjölgi og almennur áhugi á skautaíþróttum vex.

Petercruise/Flickr CC

Petercruise/Flickr CC

Víða erlendis tíðkast að vera með skautasvell utandyra og hugsanlega frægustu svellin í þessum flokki eru svellin í New York.  Ekki er vitað um nákvæman fjölda þeirra en hér er góður top-10 listi yfir þau helstu.  Athygli vekur að á skautasvellið í Rockafeller Center (sem verður að segjast að sé það flottasta) kostar frá $25 til $125 (kr. 3300 til kr.16500) fyrir 90 mínútur á skautum + heitt kakó og kökur og í dýrari pökkunum færðu sérstakan fylgdarmann.

Einnig bjóða þeir upp á svokallaðan “Ultra-romantic Engagement on Ice” eða Rosalega rómantískt bón0rð á ís gæti það verið á íslensku.  En slíkir pakkar eru frá $350 til $1000 (kr.46000 til kr.13200).