Æfingar falla niður

21/01/2016

Æfingar sem eiga að vera á sunnudagsmorguninn 24. janúar falla niður vegna RIG – skautamótsins. Stefnt er á að hafa æfingar sem eiga að vera á sunnudagskvöldið, við látum vita þegar nær dregur ef það breytist eitthvað.

Þetta er í 8. sinn sem listskautaíþróttin tekur þátt í RIG og í annað sinn sem mótið er ISU mót en það er ótrúlega mikilvægt fyrir skautarana okkar að fá að taka þátt í slíku alþjóðlegu móti hérlendis þar sem dómarapanell er skipaður ISU dómurum.

Við viljum hvetja bæði foreldra og iðkendur að koma og horfa, en á mótinu verða ásamt okkar stelpum frá Íslandi yfir 20 erlendir keppendur.  Það er alltaf gaman fyrir börnin að kynnast íþróttinni sinni betur og sjá hvað bíður þeirra ef þau halda áfram í sportinu.

Dagskránna er að finna inn á skautasambandssíðunni sjá hér að neðan, keppnin byrjar kl. 15 á föstudaginn, kl. 12:30 á laugardaginn og kl. 11:00 á sunnudaginn.
Dagskrá RIG – Skautamót 

Einnig er vert að kynna samfélagsmiðlana:

Snapchat: siminnisland

Instagram: reykjavikgames og listskautar
‪#‎figureskating‬ ‪#‎iceskating‬ ‪#‎rig16‬

YouTube: ReykjavikIG

Twitter: ReykjavikIG

Facebook: reykjavik.international.games og skautasamband