Norðurljósin í 4. sæti

29/02/2016

Norðurljósin sem er eina liðið á Íslandi sem keppir í samhæfðum skautadansi keppti á Budapest Cup dagana 25-27.febrúar 2016 og gerðu þær sé lítið fyrir og lentu í fjórða stæti. Þetta er glæsilegur árangur hjá þeim en þess má til gamans geta það voru aðeins 0,39 stigum sem skildu þær frá liðinu sem var í þriðja sæti, alls kepptu 13 lið í þeirra keppnishóp.  Við óskum stelpunum til hamingju með þennan frábæra árangur og hlökkum til að fá þær heim, en þær lentu því miður í því að fluginu þeirra var aflýst og voru því strandaglóðar í Búdapest.