Annað kvöld munu SR-ingar taka á móti Birninum

29/09/2016

Annað kvöld, föstudagskvöld kl.19:45, munu SR-ingar taka á móti Birninum í Meistrarflokki karla í íshokkí.  Björninn hefur byrjað tímabilið með einu tapi, á móti Esju 6 – 2, og einum sigri á móti SA, 7 – 0.  SR er með svipaða stöðu þ.e.as einn sigur á móti SA og eitt tap á móti Esju.  SR-ingar hafa verið að stilla saman strengi undanfarið og hefur innkoma yngri leikmanna vakið þar athygli.  Björninn hefur á að skipa mörgum ungum en reynslumiklum leikmönnum þar sem þeir fengu fljótt ábyrgðarhlutverk í sínum flokki og eru þeir til alls vísir.

Um að gera að skella sér á leikinn því að það kostar litlar kr.1000 inn í höllina og Ollabúð verður auðvitað á staðnu!!

14188314_1189063964489118_7026214702328474533_o

Mynd frá framkvæmdum í Skautahöllini á Akueyri. Mynd fengin af Facebook síðu Skautafélags Akureyrar.

SA hefur líklega aldrei byrjað tímabilið jafn illa einsog þeir gera núna en að öllum líkindum er því að kenna að þeir hafa verið á ís í mjög stuttan tíma þar sem Skautahöllin á Akureyri fór í miklar framkvæmdir á ísplötunni í febrúar á þessu ári og hafa rétt náð að klára vinnuna áður en tímabilið byrjaði.

Liðin styrkja sig

Nærri öll lið í deildinni hafa verið að styrkja sig fyrir komandi vetur og SR þar engin undantekning.  Komnir eru nýjir leikmenn í lið meistaraflokks og eru það leikmennirnir Jan Kolibár og Herman Oldrich sem koma frá Tékklandi.  Beðið er eftir leikheimild fyrir Joshua Popsie sem ætti að koma á næstu dögum.   Hægt er að sjá nánar um leikmannaskipti á vef ÍHÍ.

Félagið hvertur auðvitað alla til að mæta á staðinn og hvetja strákana áfram þar sem þetta verður hörkuleikur!

Áfram SR! #VidErumSR