Tap í gærkvöldi gegn Esju

28/09/2016

SR laut í lægra haldi fyrir firnasterku liði UMFK Esja í leik Hertz-deildar meistaraflokks karla í gær. Lokastaða var 1 – 4. Hinir ungu og efnilegu leikmenn Hilmir Dan Ævarsson (1999) og Viktor Ísak (2000) spiluðu sína fyrstu leiki í Meistaraflokki karla og stóðu sig virkilega vel. Framtíðin er björt.  Þökkum öllum sem mættu á leikinn og sjáumst á þeim næsta, sem næsta föstudag (30. september) kl.19:45. Áfram SR!  #VidErumSR