Á nýlegum fundi með framkvæmdastjóra ÍBR og Hilmari Björnssyni, rekstrarstjóra Skautahallarinnar, og stjórnarfólki Skautafélagsins var ákveðið að hendast í jólahreingerningu í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 17. desember. Áætlað er að hefja hreinsunarstörf um kl.10 og framkvæmdum ætti að ljúka um hádegi ef margar hendur hjálpast að. Einsog félagsmenn og iðkendur hafa séð er mikið af allskyns dóti og ýmsu drasli sem er bæði í eigu Skautahallarinnar og Skautafélagsins og er markmiðið með þessari tiltekt að fara yfir það sem félagið á og getur nýtt eða þarf að koma á ruslahaugana. Í endann á þessu verður boðið upp á hádegisverð í boði ÍBR og Skautahallarinnar. Áætlað er að hreinsa í kringum svellið, félagsaðstöðu og í búningsklefum deildanna.
Að þessu loknu er er vonast til að félagið verði með betri og hreinni aðstöðu til afnota og iðkendur og stjórnarfólk beggja deilda kynnist örlítið.