Mikið hreinsað til á tiltektardegi!

08/01/2017

Stakar legghlífar á stangli í Skautahöllinni.

Í morgun í Skautahöllinni í Laugardal hittur vaskir menn frá Skautafélagi Reykjavíkur og ÍBR. Einnig var það fráfarandi rekstrarstjóri Skautahallarinnar Hilmar Björnsson.  Þessi fríði flokkur manna fór í gegnum Skautahöllina með rannsakandi augum og hreinsuðu gríðarlegt magn af drasli sem hefur safnast á ýmsum stöðum í Skautahöllinni þar á meðan gömul sjónvörp, ónýta frystikistur og ísskápa svo eitthvað sé nefnt.  Ýmiss gamall og útjaskaður hokkíbúnaður var látinn fara ásamt því að sá búnaður sem var í góðu standi var skipulagður í körfur, treygjur voru hengdar upp á herðatré og skipulag komið á hlutina.  Óhætt er að segja að um gríðarlegt magn af drasli hafi farið úr höllinni og í sendi bil á leið í Sorpu.

Stjórn vill þakka þeim sem mættu sérstaklega fyrir mætinguna og að hafa gengið vasklega til verks.  Meðflygjandi mynd er af sendibílnum rétt áður en hann lagði út hlaði.