Stelpurnar okkar kepptu í dag á mentorcup

11/01/2017

Keppni lauk í dag hjá Novice A, þær Dóra og Viktoría stóðu sig mjög vel á sínu fyrsta móti erlendis, en Viktoría var líka að keppa í Novice A, í fyrsta sinn en hún er aðeins 13 ára gömul.

Dóra Lilja lenti í 23. sæti með 56,48 stig eða 20,27 í stuttu prógrammi og 36,21 í frjálsu prógrammi.
Viktoría Lind lenti í 21. sæti með 59,69 stig eða 21,54 í stuttu prógrammi og 38,15 í frjálsu prógrammi.
Alls kepptu 33 stúkur í Novice A víðsvegar frá Evrópu.

Junior A stelpurnar kepptu með stutta prógramminu í morgun.
Kristín Valdís hlaut 30,90 stig.
Margrét Sól hlaut 27,00 stig.

Með þeim SR stelpunum í för eru þær Eva Dögg og Herdís Birna frá SB og fengu þær 29.89 stig og 26,43 stig fyrir stutta prógrammið.
Verður spennandi að fylgjast með stelpunum á morgun skauta frjálsa prógrammið sitt en Margrét Sól á að keppa kl: 10:25 og Kristín Valdís á að keppa kl: 11:53 ( ísl tími).

Hægt er að sjá beint frá keppninni á meðfylgjandi link fyrir þá sem vilja fylgjast með stelpunum keppa.
http://www.mentorcup.pl/live-video