Frábær árangur SR á Vetrarmóti

26/03/2017

SR-ingar sóttu mót norður á Akureyri síðastliðna helgi (18.-19. mars). Iðkendur stóðu sig með prýði, voru sjálfum sér og félaginu til sóma. Margir af okkar iðkendum voru að setja sitt persónulega met í stigum og áttu SR-ingar verðlaunasæti í lang flestum keppnisflokkum.
Í 8 ára og yngri B lenti Sunna María Yngvadóttir í 1. sæti.
Í 10 ára og yngri B lenti Valgerður Ólafsdóttir í 2. sæti.
Í 12 ára og yngri B lenti Ingunn Dagmar Ólafsdóttir í 1. sæti og Ólöf Thelma Arnþórsdóttir í 3. sæti.
Í Stúlknaflokki B lenti Ellý Rún Guðjohnsen í 1. sæti.
Í 10 ára og yngri A náði Margrét Eva Borgþórsdóttir 2. sæti og Herdís Heiða Jing Guðjohnsen 3. sæti.
Í 12 ára og yngri A lenti Bríet Glóð Pálmadóttir í 3. sæti.
Í Unglingaflokki A vann Kristín Valdís Örnólfsdóttir með 94.72 stig og Þuríður Björg Björgvinsdóttir var í 2. sæti rétt á eftir henni með 93.37 stig.
Þetta er frábær árangur og óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn!