Skráning er hafin í Sumarbúðir Listhlaupardeilar SR

25/05/2017

Búið er að opna fyrir skráningu í sumarbúðir fyrir framhaldsiðkendur listhlaupadeildar SR.  Sumarbúðirnar eru fyrir þá iðkendur sem eru komnir upp í framhaldshópa.  Ekki verður hægt að bjóða upp á skautaskólanámskeið í júlí, en í athugun er hvort það verði hægt í ágúst.

Búðirnar í sumar eru metnaðarfullar og fjölbreyttar, búið er að stilla upp dagskrá fyrir júlí mánuð, þar sem er að finna dans 3 daga vikunar, fyrirlestra um ýmis málefni tengt íþróttinni, ásamt  styrktaræfingum  og teyjum, tímarnir á ís verða svo á sínum stað, en þeim er skipt upp í spora, stökk og spinn æfingar.

Hægt er að finna allar upplýsingar um verð og hópaskiptingu hér og hér er að finna dagskrá og stundaskrá  fyrir hópanna og hér má lesa um mikilvægi þess að iðkendur mæti í sumarbúirnar.

Skráning fer fram á skautafelag.felog.is