Haustmót ÍSS

18/09/2017

Haustmót ÍSS fór fram um helgina í Egilshöll og kepptu 25 stelpur frá SR á því móti.  Margar voru að keppa með ný prógröm sem eiga eftir að slípast til þegar líður á tímabilið.

Í Chicks var Katla Karitas í 4. sæti.  Í Cubs var Sunna María í 4. sæti, Dharma Elísabet í 6. sæti, Ágústa í 8. sæti, Unnur í 9. sæti og Áróra Sól í 10. sæti.

Í Basic novice A var Eydís í 1. sæti, Herdís Heiða í 3. sæti, Ingunn Dagmar í 4. sæti, Margrét Eva í 5. sæti, Helena Ásta í 6. sæti, Valgerður í 8. sæti, Kristín í 9. sæti, Natalía Rán í 10. sæti og Vilborg Gróa í 11. sæti.

Í Basic novice B var Edda í 1. sæti, Margrét Helga í 3. sæti, Þórunn Lovísa í 5. sæti, Ellý Rún í 6. sæti, Dana Mjöll í 11. sæti og Bríet Glóð í 13. sæti.

Í Advanced novice var Nanna Kristín í 5. sæti með 62,27 stig og Viktoría Lind í 6. sæti með 59,93 stig.

Í Junior var Kristín Valdís í 1. sæti með 91,63 stig, Margrét Sól í 2. sæti með 74,79 stig og Dóra Lilja í 4. sæti með 66,33 stig.

Þessi keppni var vísir af góðu skautaári sem við eigum framundan, allar stelpurnar stóðu sig vel og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.  Áfram SR!