Kristín Valdís keppir á Junior Grand Prix í Riga

06/09/2017

Kristín Valdís Örnólfsdóttir er nú í Riga í Lettlandi þar sem hún mun keppa fyrir Íslands hönd á Junior Grand Prix JGP mótaröðinni. Með henni er þjálfari hennar, Guillaume Kermen.

Keppni með stutt prógram í junior ladies hefst á fimmtudaginn kl.10:45 að staðartíma og í frjálsu prógrami á föstudaginn kl 15:30.

Búið er að draga keppnisröðina og mun Kristín keppa með stutta prógram klukkan 14:15 á íslenskum tíma.

Hægt verður að fylgjat með henni í beinni útsendingu Youtube síðu ISU.

https://www.youtube.com/user/ISUJGP2011

Hér er hægt að fylgjast með úrslitum:

http://www.isuresults.com/results/season1718/jgplat2017/index.htm

Við óskum Kristínu velgengni á mótinu og hlökkum til að fylgjast með henni næstu daga.