Þjálfarar og SR stelpur á námskeiði í Finnlandi

21/05/2018

Þjálfararnir Guillaume, Nadia og Kristín fóru ásamt SR stelpunum Viktoríu Lind og Herdísi Heiðu til Vierumaki í Finnlandi, í gærmorgun. Í hópnum er einnig með í för Marta María frá Skautafélaginu á Akureyri ásamt þjálfaranum hennar George.

Finnska skautasambandið (FFSA) í samvinnu við Alþjóða skautasambandið (ISU) skipuleggja fjögurra ára þróunarverkefni fyrir þjálfara, einstaklingsskautara og ísdansara. Verkefnið inniheldur árleg námskeið sem haldin eru í Vierumäki í Finnlandi.

Námskeiðið stendur yfir frá 21. maí- 25. maí.