Íshokkískóli SR byrjar á sunnudaginn

27/08/2018

Íshokkískóli SR fer af stað næsta sunnudag 2. september kl. 12.00. Af því tilefni býður SR íshokkí í kaffi, heitt kakó og kleinur.

Eins og undanfarin ár sér Andri um Íshokkískóla SR en í vetur hefur honum borist góður liðsauki þar sem Gulla fyrrverandi yfirþjálfari hjá Birninum mun vera Andra innan handar.

Allar upplýsingar um Íshokkískóla SR má finna hér.

Instagram SR-íshokkí

  • Við mættum með tvær línur af leikmönnum gegn þremur  SA-inga. Eftir jafnan og spennandi fyrsta leikhluta var staðan 0:0. Stelpurnar voru að spila ákveðið og sem lið. Eftir 10 mínútur af öðrum leikhluta náðu SA stúlkur marki og gengu svo á lagið eftir það. Þá virtist bensínið búið hjá okkur.
Karítas Sif átti enn einn stórleikinn í markinu og stoppaði 47 skot frá SA.
Næsti leikur verður upp í Egilshöll 26. janúar n.k.
Merkið daginn í dagatalið og mætum til að styðja okkar fólk!

Nánar