Skráningin er byrjuð í skautaskólanum og á unglinganámskeiðinu.

15/08/2018

Kæru foreldrar og forráðamenn,

núna er skráningin byrjuð fyrir skautaskólann sem byrjar samkvæmt stundarskrá 25. ágúst og unglinganámskeiðið sem byrjar samkvæmt stundarskrá 26. ágúst en við viljum byrja á því að bjóða öllum sem vilja koma í prufutíma að koma til okkar miðvikudaginn 22. ágúst klukkan 17:15 og er öllum velkomið að taka vin með. Prufutíminn er í boði bæði fyrir skautaskólann og unglinganámskeiðið. Síðan viljum við minna á félagapeysurnar okkar og munu þær vera á afslætti til og með 26. ágúst.

Upplýsingar um skautaskólann

Upplýsingar um unglinganámskeið

Skráning fer fram HÉR með rafrænum skilríkjum og munið að ef þið ætlið að nota frístundastyrkinn þá þarf að ráðstafa styrknum í gegnum þessa skráningarsíðu en ekki í gegnum rafræna Reykjavík til þess að styrkurinn lækki æfingargjöldin.

Á myndunum sjáið þið útlitið á félagspeysunum og verða þær á tilboði til og með 26. ágúst, stærð 116-152 á 7.500 kr og stærð XS-L á 13.000 kr.