Viktoría Lind setti stigamet á JGP

26/08/2018

Viktoría Lind okkar sló öll met á JGP sem fram fór dagana 22. – 25. ágúst í Bradislava, Slóvakíu. Hún kláraði mótið með 100.41 heildarstig og eru það hæstu stig sem Ísland hefur fengið á Junior Grand Prix móti frá upphafi.

Fyrir stutta prógramið fékk hún 35.59 stig og þar af voru tæknistigin 19.40 og er það einungis 0.60 stigum frá lágmarki inná Junior Worlds. Fyrir frjálsa prógramið fékk Viktoría Lind 64.82 stig og þar af voru tæknistigin 33.40 stig og er það einungis 2.60 stigum frá lágmarki inná Junior Worlds. Viktoría endaði í 27. sæti af 33 keppendum og erum við í SR ótrúlega stolt af henni fyrir þennan frábæra árangur.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á bæði prógrömin frá því um helgina.

 

Stutta prógramið

 

Frjálsa prógramið