Fyrsti leikur kvennaliðs SR í 4 ár

23/01/2021

Við erum ofurspennt fyrir fyrsta leik kvennaliðs okkar í hátt í fjögur ár. Fyrir tímabilið 2017-2018 ákváðu SR og Björninn að tefla fram sameinuðu kvennaliði undir merkjum Reykjavíkur. Því samstarfi lauk fyrir þetta tímabil en SR hefur nýtt undanfarin ár til að byggja upp stóran og flottan hóp af íshokkístelpum sem margar hverjar munu stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu á þessu tímabili. Í bland við þessa ungu erum við með reyndari leikmenn sem hafa marga hokkí-fjöruna sopið – frábær hópur sem við erum mjög stolt af 💙

Leikurinn er spilaður án áhorfenda og fer fram þriðjudaginn 26. janúar kl. 19.45 í beinu streymi á Youtube-rás ÍHÍ!  Allir að stilla inn á leikinn og hvetja SR-stelpurnar okkar áfram.