SR-mótið 2021

19/03/2021

Listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur tilkynnir hér með:

SR mótið 2021

 sem haldið verður í

Skautahöllinni í Laugardal

24.-25. apríl 2021

Skráning 

Skráning og greiðsla keppnisgjalda skulu berast eigi síðar en 16. apríl 2021  í tölvupósti til motsstjori.lsr@gmail.com á meðfylgjandi eyðublaði.

Á eyðublaðinu skal koma fram fullt nafn keppanda, kennitala, keppnisflokkur og keppnisgjald.

Keppnisflokkar og dómarakerfi

Keppt er eftir reglum ÍSS um keppni í félagalínu og notað dómarakerfi C þar. Og eftir reglum um keppni í Special Olympics og Adaptive Skating (SO og AS) og notað dómarakerfi D þar.

Keppnisflokkar félaga

6 ára og yngri stúlkur/7 ára og yngri drengir 14 ára og yngri stúlkur/15 ára og yngri drengir

8 ára og yngri stúlkur/9 ára og yngri drengir  15 ára og eldri stúlkur/16 ára og eldri drengir

10 ára og yngri stúlkur/11 ára og eldri drengir   25 ára og eldri

12 ára og yngri stúlkur/13 ára yngri drengir

Keppnisflokkar Special Olympics og Adaptive Skating

Level I

Level II

Level III

Level IIII

Keppnisröð 

Dregið verður í keppnisröð 21. apríl 2021.

Keppnisröð verður birt á www.skautafelag.is/list

Úrslit

Úrslit verða birt á www.skautafelag.is/list að móti loknu.

Verðlaun

Í keppnisflokkum 6/7, 8/9 og 10/11 ára og yngri eru ekki gefin upp verðlaunasæti.  Allir keppendur fá þátttökuviðurkenningu.  Í öðrum keppnisflokkum eru veittir verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú (3) sætin.  Þátttökuviðurkenningar eru veittar til annarra keppenda.

Dagskrá – birt með fyrirvara

Laugardagurinn 24. apríl kl. 8.00-11:45

Sunnudagurinn 25. apríl kl. 8.00-11:45 

Endanleg dagskrá verður birt á www.skautafelag.is/list  20. apríl 2021.

Keppnisgjöld

Keppnisgjald að fjárhæð kr. 3.500 skal greiðast fyrir hvern keppanda eigi síðar en 16. apríl 2021.

Greiða skal inn á reikning LSR, 515-14-412854, kt: 410897-2029.  Staðfesting á  greiðslu sendist á gjaldkeri.lsr@gmail.com

Tónlist

Tónlist skal skila í rafrænu formi inná drive möppu sem SR mun deila með félögunum.  Einnig þurfa keppendur að hafa tónlist á rafrænu formi með sér til vara. 

Forföll keppenda

Foröll skulu tilkynnast á netfangið motsstjori.lsr@gmail.com  Einungis er hægt að sækja um endurgreiðslu vegna keppnisgjalda hafi forföll verið tilkynnt áður en keppandi átti að keppa.  Endurgreiðsla nemur helmingi keppnisgjalda.

Skiladagsetningar

Skráning á mót og greiðsla keppnisgjalda 16. apríl 2021

Skil á tónlist 16. apríl 2021

Keppnisröð og dagskrá birt 21. apríl 2021

Mótsstjóri

Rut Hermannsdóttir

Persónuverndarákvæði (GDPR)

Með skráningu á mótið gerir skautari og/eða forráðamaður sér grein fyrir því að upplýsingar um gengi skautara á mótinu eru gerðar opinberar og geymdar hjá Skautasambandi Íslands.  Þá gerir skautari/forráðamaður sér grein fyrir að teknar eru ljósmyndir af skauturum á mótinu og þær birtar opinberlega á heimasíðu sambandsins, heimasíðu Skautafélags Reykjavíkur og mögulega í fjölmiðlum.

 

F.h. Listahlaupadeildar Skautafélags Reykjavíkur,

 Mótsstjóri