Fjórir heimaleikir um helgina

05/03/2021

Það verða fjórir heimaleikir í Laugardalnum um helgina, tveir hjá kvennaliðinu og tveir hjá U18 – allir gegn SA.

KVK SR-SA#1 – Föstudagur kl. 19.45
KVK SR-SA#2 – Laugardagur kl. 17.45
U18 SR-SA#1 – Laugardagur kl. 20.15
U18 SR-SA#2 – Sunnudagur kl. 8.30
Nú eru áhorfendur loksins leyfðir. 1000 kr. inn á leiki kvennaliðsins (frítt fyrir 16 ára og yngri). Vegna sóttvarnarreglna þarf félagið að hafa kennitölur og símanúmer áhorfenda. Til að hlutirnir gangi vel fyrir sig er tilvalið að versla miða og skrá allar upplýsingar hér.
Frítt er inn á U18 leikina.