Leikdagur – viðtal við Ómar Frey

04/09/2021

Ómar Freyr er mættur eftir tveggja ára útlegð í uppsveitum Borgarfjarðar og ætlar að spila með SR í vetur. Sjálfur segist hann vera engum líkur.

En er hann glaður að vera kominn aftur í Laugardaglinn? 

„Það er bara geggjað, gott að vera kominn í þetta umhverfi og hitta alla strákana aftur“ segir Ómar.

Gleymdi hann einhverju á þessum tveimur árum?.

„Það var erfitt að byrja aftur að æfa. En þetta var fljótt að koma og maður hefur ekki gleymt neinu, það er bara alveg eins og ég hafi ekki tekið neina pásu.“

Ómar er sagður faceoff kóngur liðsins, sneggri en skugginn að skófla pekkinum í uppkastinu.

„Já ég fæ stundum að heyra það að erfitt sé að vinna mig í faceoff. Við erum t.d. oft í keppni á æfingum því margir vilja vinna mig í þessu.“

Er þetta náttúrulegur hæfileiki eða eitthvað sem þú æfir sérstaklega?

„Náttúrulegur hæfileiki myndi ég segja. Svo lærði flest allt sem ég kann í þessu á netinu, hef beðið strákana um að æfa þetta með mér til að verða enn betri.“

Ómar ekki bara að spila með SR heldur er hann líka að þjálfa í yngri flokkum félagsins.

„Það er æðislegt að þjálfa þessar krakka, sjá með tímanum hvað þeir bæta sig mikið. Það er mjög gaman að vera partur af því.“

Aðspurður um sína uppáhalds íshokkíminningu segir Ómar:
„Ég á tvær mjög eftirminnilegar. Fyrsta meistaraflokksmarkið mitt, það var gegn SA á mínu öðru tímabili í meistaraflokki. Hin er þegar ég var valinn maður leiksins með U18 landsliðnu á HM í Serbíu í leik gegn Belgíu.“

SA mætir í heimsókn í Laugardalinn í dag kl. 17.45
1000 kr. inn
Frítt fyrir 16 ára og yngri