SR komið í úrslit Hertz-deildar karla

02/02/2022

SR lagði Fjölni upp í Egilshöll í gærkvöldi og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn gegn SA í lok mars.

Fyrsti leikurinn eftir jóla- og COVID frí hjá okkur mönnum og fyrstu mínúturnar báru þess aðeins merki. Fjölnir komst óvænt tveimur mörkum yfir á fyrstu fimm mínútunum. SR-ingar misstu aldrei hausinn, héldu ró sinni og svöruðu með þremur mörkum fyrir lok leikhlutans.

Annar leikhluti byrjaði vel og var staðan orðin 5:2 fyrir SR áður en leikurinn var hálfnaður. Fjölnir hélt þó spennu í leiknum með tveimur mörkum á undirtölu en því var svarað strax með marki frá SR.

Þriðji leikhlutinn var tíðindalítill og gerðum við endanlega út um leikinn er 13 mínútur lifðu af leiknum.

Mörk SR
Kári Arnarsson (stoðs. Axel Orongan)
Kári Arnarsson (stoðs. Axel Orongan)
Gunnlaugur Þorsteinsson (stoðs. Styrmir Maack)
Níels Hafsteinsson (stoðs. Benedikt Olgeirsson, Styrmir Maack)
Pétur Maack (án stoðs.)
Björn Róbert Sigurðarson (stoðs. Kári Arnarsson)
Gunnlaugur Þorsteinsson (stoðs. Styrmir Maack)

Í markinu stóð borgarfulltrúinn og frambjóðandinn Aron Leví Beck og varði 17 af 21 skoti Fjölnis.

Næsti leikur karlaliðs SR er laugardaginn 19. febrúar á Akureyri.

Ljósmynd: Bjarni Helgason