Ný stjórn íshokkídeildar kjörin á aðalfundi

13/04/2023

Aðalfundur íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur fór fram í Laugardalnum í gærkvöldi.
Skemmst er frá því að segja að metmæting var á fundinn, fullur salur af leikmönnum, foreldrum og öðru áhugafólki um félagið.

Félagið vill koma á framfæri þakklæti til fráfarandi stjórnarmanna en þó sérstaklega fráfarandi formans, Kjartans Hjaltested. Hann tók við félaginu fyrir um 6 árum síðan þegar það gekk í gegnum sinn dimmasta dal. Kjartan fór fyrir hópi fólks sem hefur tekist að snúa félaginu algörlega við. Á þessum árum hefur fjárhagur, iðkendafjöldi og árangur stóreflst.

Á fundinum í gær var sjálfkjörið í öll 7 hlutverk stjórnar:
Erla Guðrún Jóhannesdóttir formaður
Birkir Árnason varaformaður, nýr í stjórn
Elísabet Stefánsdóttir gjaldkeri
Friðjón B. Gunnarsson ritari, nýr í stjórn
Ævar Þór Björnsson meistaraflokkur karla
Hildur Bára Leifsdóttir meistaraflokkur kvenna
Bjarni Helgason barna og unglingaráð

Fjórir voru í kjöri til tveggja sæta í varastjórn og kosin voru:
Benedikta Gabríella Kristjánsdóttir, ný í stjórn
Gauti Þormóðsson, nýr í stjórn

Við væntum mikils af nýrri stjórn sem er frábær blanda af reynslumiklum leikmönnum og foreldrum með fjölbreytta þekkingu og reynslu. Allt fólk sem hefur mikinn metnað fyrir félaginu og ætlar sér að ná góðum árangri á næstu leiktíð.