SR bikarmeistari í U16 stúlkna – Krúsku mótið

11/05/2023

U16 stúlknalið SR, undir stjórn Lexu, Sölva og Örnu, fóru ósigraðar í gegnum Krúsku-mótið um síðastliðna helgi. Þær sigruðu alla fjóra leiki sína og enduðu í efsta sæti með 12 stig, 6 stigum á undan næsta liði. Liðið er skipað leikmönnum úr þremur flokkum, U12, U14 og U16 og eru aðeins tveir leikmenn sem detta úr liðinu næsta tímabil sökum aldurs. Þetta er því frábær árangur og framtíðin mjög björt fyrir kvennahokkí hjá SR.

Við þökkum SA og Fjölni fyrir frábæra keppnishelgi og einnig öllum þeim fjölmörgu SR-ingum sem lögðu hönd á plóg um helgina við skipulag, dómgæslu, mönnun leikja, streymi, leiklýsingu, borgaragrill og margt fleira.

 

Einnig þökkum við Íshokkísambandi Íslands og Krúsku fyrir veittan stuðning.