Fjórir nýir leikmenn í fyrsta leik kvennaliðs SR

11/09/2023

Við buðum fjóra nýja leikmenn velkomna í kvennalið SR í fyrsta leik liðsins þetta tímabilið síðasta laugardag.
Brynju Líf 13 ára varnarmaður úr U14 SR sem fékk sínar fyrstu mínútur
Freya Schlaefer varnamaður frá USA
Malika Aldabergenova sóknarmaður frá Kasakstan
Saga Blöndal varnarmaður frá Akureyri.

Þrátt fyrir 4-1 tap sýndi liðið miklar framfarir frá síðasta tímabili. Þegar búið verður að slípa liðið betur saman undir stjórn nýs þjálfarateymis, þeirra Milosar og Sölva, verður ekkert gefið í vetur gegn ungu og spræku liði okkar.

Næsti leikur kvennaliðs SR er útileikur gegn Fjölni þriðjudaginn 26. september n.k. kl. 19.45.
Þess má geta að karlaliðið hefur titilvörn sína á heimaleik gegn Fjölni á morgun, þriðjudag 12. september kl. 19.45.