Norðurlandamót 2024

21/12/2023

Skautasamband Íslands hefur valið þá skautara sem keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu á listskautum sem fram fer í Borås í Svíþjóð dagana 31.janúar til 4. febrúar nk. og var Katla Karítas Yngvadóttir hjá LSR valin með í hópinn. Við óskum Kötlu Karítas innilega til hamingju og hvetjum við alla til að fylgjast með henni á mótinu á næsta ári.