Æfingagjöld og skráning

Opnað verður fyrir skráningu 2. janúar þegar sveitarfélögin hafa gefið út nýjan frístundastyrk. 

 

Verðskrá

A1 158,500
A2 154,000
A3 133,000
A4 99,500
B1 148,000
B2 127,000
B3 99,500
B4 99,500
C1 142,000
C2 127,000
C3 99,500
C4 93,000
D1 99,500
D2 99,500

 

Æfingagjöld fyrir vorönn 2020

Æfingagjöld eru innheimt í tvennu lagi, haustönn í upphafi annar og vorönn í kringum áramótin. Hægt er að skipta haustönn niður í 4 greiðslur og vorönn í 4-5 greiðslur hjá framhaldshópum, en skautaskóla og unglingaskólanum í 3 greiðslur. Á greiðsluseðlum bætast við greiðslu- og umsýslugjöld en engin gjöld eru innheimt vegna greiðslukorta. Verðskrá er að finna hér að neðan. Við bendum á að vorönnin er hærri þar sem tímabilið er um mánuði lengri.

Dansinn er innifalinn í æfingagjöldum hjá þeim hópum sem eru í dansi.  Dans af ýmsu tagi er gríðalega mikilvægur í þjálfun listskautara ekki síður en æfingar á ís.

Skráning
Búið er að raða iðkendum í hópa og biðjum við alla um að skrá sig í réttan hóp.  Ef ekki er gengið frá æfingagjöldum og iðkandinn mætir á æfingar þá áskilur SR list sér rétt til að setja æfingagjöldin á greiðsluseðla með viðbættu seðilgjaldi og senda í heimabanka  forráðamanna.  Skráning hér.

Leiðbeiningar varðandi notkun á frístunda styrk er að finna hér.  Þeir sem eru í Reykjavík þurfa EKKI að fara inn í Rafræna Reykjavík til að úthluta styrkinum, heldur nóg að skrá sig inn með ÍSLYKLINUM eða rafrænum skilríkum og þá er hægt að haka við að nýta frístundastyrkinn.  Það sama á við önnur sveitafélög. Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaganna til lækkunar á æfingagjöldum.
Eftir að námskeið er hafið eru engar endurgreiðslur mögulegar nema v. langvarandi meiðsla eða veikinda og þá gegn framvísun læknisvottorðs.  Einnig verða útistandandi æfingagjöld innheimt þó að iðkandi hætti nema v. langvarandi meiðsla eða veikinda og þá gegn framvísun læknisvottorðs.

Ath. verðskrá er birt með fyrirvara um innsláttarvillur.