Æfingagjöld

Æfingagjöld fyrir vorönn 2019

Æfingagjöld eru innheimt í tvennu lagi, haustönn í upphafi annar og vorönn í kringum áramótin. Hægt er að skipta haustönn niður í 4 greiðslur og vorönn í 4-5 greiðslur hjá framhaldshópum, en skautaskóla og unglingaskólanum í 3 greiðslur. Á greiðsluseðlum bætast við greiðslu- og umsýslugjöld en engin gjöld eru innheimt vegna greiðslukorta. Verðskrá er að finna hér að neðan. Við bendum á að vorönnin er hærri þar sem tímabilið er um mánuði lengri.

Innifalið í gjöldum nú er m.a dansinn, afísprógram frá Bjarna íþróttaþjálfara (sérsniðið fyrir skautaþjálfun) og viðbótarþjálfari á ís. Dans af ýmsu tagi er gríðalega mikilvægur í þjálfun listskautara ekki síður en æfingar á ís. Þá hefur Bjarni í samstarfi við Nadiu sett upp sérhæft afísprógram fyrir skautara sem allir þjálfarar vinna eftir við afísþjálfun. Í vor er markmiðið að inn á hverjum ístíma með iðkendum verði ekki færri en tveir þjálfarar og upp í þrjá suma ístíma.

Skráning
Iðkendur í framhaldshópum hafa þegar verið skráðir í rétta hópa á vorönn og ef ekki er gengið frá æfingagjöldum og iðkandinn mætir á æfingar þá áskilur SR list sér rétt til að setja æfingagjöldin á greiðsluseðla með viðbættu seðilgjaldi og senda í heimabanka foreldra og forráðamanna.

Hópur A1 155.000 kr
Hópur A2 140.000 kr
Hópur B1 150.000 kr
Hópur B2 130.000 kr
Hópur B3 124.000 kr
Hópur 1 116.000 kr
Hópur 2 94.000 kr
Hópur 3 94.000 kr
Hópur 4 94.000 kr
Hópur 5 94.000 kr
Hópur 7 1x í viku 25.000 kr
Hópur 7 2x í viku 50.000 kr
Fullorðinshópur 1x í viku 25.000 kr
Fullorðinshópur 2x í viku 50.000 kr

Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaganna til lækkunar á æfingagjöldum.
Eftir að námskeið er hafið eru engar endurgreiðslur mögulegar.

Leiðbeiningar varðandi notkun á frístunda styrk er að finna hér.  Þeir sem eru í Reykjavík þurfa EKKI að fara inn í Rafræna Reykjavík til að úthluta styrkinum, heldur nóg að skrá sig inn með ÍSLYKLINUM eða Rafrænum skilríkum og þá er hægt að haka við að nýta frístundastyrkinn.  Það sama á við önnu sveitafélög.

 

Ath. verðskrá er birt með fyrirvara um innsláttarvillur.