Blog Archives

Áramótaviðtal við Richard

Ef fólk rýndi einungis í tölurnar þá myndi það sjálfsagt komast að þeirri niðurstöðu að Skautafélag Reykjavíkur gangi illa á öllum sviðum íshokkís um þessar mundir. En fyrir þau sem fara á leiki liðsins, hafa gaumgæft breytingar á leikmannahóp, aldur liðsmanna o.s.frv. þá skýrir það að hluta til gengi liðsis. En það er engin betri

Nánar…


VIÐBURÐARRÍK ÆFING: 3.fl, 4.fl OG MFL RENNA SAMAN

Síðastliðinn mánudag endurtók meistaraflokkur SR leikinn frá því í fyrra þegar þeir tóku þátt í æfingu 3. og 4. flokks félagsins. Hefur þessi uppákoma nú fest sig í sessi og á væntanlega eftir að öðlast enn mikilvægari sess á æfingadagatali krakkanna þegar fram líða stundir. Stigahæst leikmaður meistaraflokks karla, Robbie Sigurðsson, var einn þeirra sem

Nánar…


Tveggja marka tap SR gegn Birninum

Þriðjudaginn 6. desember mættu stelpurnar okkar Birninum í annað skiptið í vetur. Fyrir leikinn voru SR sigurstranglegra liðið, með fleiri stig í deildinni og á ágætis flugi. Áhorfendur voru á því að þær hefðu átt að vinna leikinn, því færin og skotin voru mörg. En allt kom fyrir ekki. Björninn verndaði forystu sína og fór

Nánar…


Baráttusigur gegn Birninum á föstudag

Á síðasta föstudagskvöld tók SR á móti Birninum í Skautahöllinni.  Björninn er í öðru sæti deildarinnar á eftir Esju með 16 stig og fyrirfram var búist við að SR-ingar myndu eiga erfiðan leik fyrir höndum.  En raunin var allt önnur.  SR-ingar komu skipulagðir til leiks og sýndu mikla vinnusemi og aga í sínum varnarleik gegn

Nánar…


MÓRALSKUR STÓRSIGUR SR Á SA

Þegar dómari flautaði til leiks og dúndraði pekkinum á miðju skautasvellsins í Laugardal áttu viðstaddir og þau sem sátu heima ekki von á sérlega miklu. Lítið tap í tvísínum leik með mikilli baráttu SR hefði verið ásættanlegt. Sigur hefði verið óvæntur miðað við gengi liðsins undanfarið, en kærkomin tilbreyting. En markaregn og öruggur stórsigur á

Nánar…


LEIKIR HELGARINNAR OG UM SLAKT GENGI UNDANFARIÐ

Það hefur ekki farið framhjá neinum að meistaraflokkur karla hefur átt á brattan að sækja í allan vetur. Eitthvað sem gert var ráð fyrir og margar útskýringar hafa verið gefnar, en eftir tvo leiki þar sem liðið stóð vel í sterkum andstæðingum og hefði jafnvel geta landað sigri eða tveimur, þá er því ekki að

Nánar…


SR TILBÚNAR Í TOPPLIÐ DEILDARINNAR ÞRÁTT FYRIR MEIÐSL

SR-stelpur hafa farið mikinn að undanförnu. Þó svo að toppur deildarinnar sé ekki þeirra, þá eru þær „inn í“ öllum leikjum sem spilaðir eru, eins og sagt er, og svo er stemningin í liðinu fádæma góð og nýjir, ungir spilarar hafa mikinn áhuga á að vera í þessu liði. Það er því ekki ofsögum sagt

Nánar…


MJÓTT Á MUNUM Á AKUREYRI

Þrátt fyrir að SR dvelji í kjallara Hertz-deildarinnar í íshokkí um þessar mundir þá verður seint sagt um okkar menn að þeir gefi sig vonleysinu á vald. Þvert á móti. Fyrir hvern einasta leik er góður mórall í liðinu og sérstaklega fyrir Akureyraferðina í gær, þar sem allir virtust fókuseraðir á markmiðið að gera SA

Nánar…


Fyrri hluti Íslandsmóts hjá 4.flokki lokið

Síðastliðna helgi fór fram fyrsti hluti íslandsmóts í fjórðaflokksliðum landsins. Að þessu sinni voru SR liðin tvö og ber það þess glöggt vitni að yngriflokkastarf félagsins er að skila góðum árangri. Undir fána SR spiluðu samnefnt lið og svo SR Fálkar. Mótið, sem fram fór í Skautahöllinni í Laugardalnum, er hið fyrsta af þremur. Liðið

Nánar…


SR-MFLKVK í öðru sæti á Reykjavík Ice-Cup!

Andinn heldur áfram að gefa í samheldnu stemmningsliði Skautafélags Reykjavíkur, meistaraflokks kvenna. Síðust helgi lauk hinu árlega Reykjavík Ice-Cup þar sem stelpurnar okkar gerðu sig gildandi. Hin Kanadíska Deirdre Norman, stofnandi The Women Of Winter, leggur ríka áherslu á að halda við hokkítengingu Íslands og Kanada, en hún var í forgöngu fyrir því að fyrsta Bandaríska

Nánar…