Blog Archives

Íshokkískóli SR – aðeins 30.000 kr. önnin

Íshokkískóli SR hefur aldrei farið eins vel af stað og núna í janúar. Með rýmri takmörkunum getum við nú tekið á móti enn fleiri krökkum, bæði strákum og stelpum, sem vilja læra á skauta í góðum félagsskap hressra krakka og þjálfara. Önnin kostar aðeins 30.000 kr. og eru æfingar þrisvar í viku. Félagið lánar allan

Nánar…


Fyrsti leikur kvennaliðs SR í 4 ár

Við erum ofurspennt fyrir fyrsta leik kvennaliðs okkar í hátt í fjögur ár. Fyrir tímabilið 2017-2018 ákváðu SR og Björninn að tefla fram sameinuðu kvennaliði undir merkjum Reykjavíkur. Því samstarfi lauk fyrir þetta tímabil en SR hefur nýtt undanfarin ár til að byggja upp stóran og flottan hóp af íshokkístelpum sem margar hverjar munu stíga

Nánar…


Fyrsti heimaleikurinn – í beinu streymi

Fyrsti heimaleikur karlaliðins – taka tvö Nágrannaslagur af bestu gerð – SR gegn Fjölni þriðjudaginn 19. janúar kl. 19.45. Áhorfendur eru bara leyfðir heima í stofu en geta þar notið beins streymis úr Laugardalnum á Youtube-síðu ÍHÍ. Lýsandi verður Hákon Marteinn sem er hér í jólaleyfi frá Svíþjóð.


Íshokkífólk ársins hjá SR

Íshokkífólk ársins 2020 hjá SR er Alexandra Hafsteinsdóttir og Miloslav Racansky. Vegna Covid hafa Hertz-deildir og heimsmeistaramót að miklu leyti farið forgörðum í ár. Þá er tækifæri til að horfa inn á við við val á íshokkífólki ársins og skoða hverjir hafa verið í framlínunni í uppbyggingarstarfi okkar. Þar stóðu uppi tveir mjög afgerandi valkostir,

Nánar…


Black Friday – frítt að prufa íshokkí

Í tilefni Black Friday bjóðum við 4-16 ára krökkum að prófa íshokkí í Íshokkískóla SR frítt fram að áramótum. Sjá nánar hér í vefverslun SR. Það eina sem þarf að gera er að skrá sig í gegnum vefverslun SR fyrir miðnætti föstudaginn 27. nóvember eða senda póst á ishokki@skautafelag.is. Íshokkískóli SR er þrisvar í viku og

Nánar…


SR íshokkí grímur

SR gríma


U14 mót í Laugardalnum um helgina

Íslandsmót U14 liða, fyrsta helgi af fjórum, verður haldið í Laugardalnum um helgina. 6 lið (fjögur A og tvö B) taka þátt í Íslandsmótinu í ár, þrjú frá SA, tvö frá SR og eitt frá Fjölni. Mótstjóri er Hafliði Sævarsson. Dagskrá mótsins er eftirfarandi: Tími Laugardagsmorgun 7:40 SA Jötnar SR Ernir 9:20 Fjölnir SA Víkingar

Nánar…


Íshokkískólinn er að byrja!

Já þið heyrðuð hvað hún sagði – Íshokkískólinn er að byrja og verður á eftirfarandi tímum í vetur: – Þriðjudagar kl. 17:15-18:15 – Föstudagar kl.17:15-18:15 – Sunnudagar kl. 12:00-12:45 Frítt að prófa og allur búnaður á staðnum. Frábær íþrótt fyrir stelpur og stráka á öllum aldri. Allar nánari upplýsingar hér!    


Frá æfingu kvennaliðs SR í gærkvöldi

Nýtt kvennalið SR íshokkí!

Við teflum fram okkar eigin kvennaliði í Herzt-deildinni í vetur – í fyrsta skiptið í þrjú tímabil. Þessi tímabil nýttum við vel í uppbyggingarstarf og uppskárum heilan her af framtíðarleikmönnum í yngri flokkunum. Maður uppsker jú eins og maður sáir. Við vorum svo heppin að fá einn reyndasta þjálfara landsins, Alexander Medvedev, til að stýra

Nánar…


Íshokkí- og leikjanámskeið í ágúst

Íshokkídeild SR býður upp á heils- og hálfsdags íshokkí- og leikjanámskeið 4.-8. ágúst og 10.-14. ágúst. Námskeiðin eru fyrir 6-11 ára börn, bæði byrjendur og lengra komna og krakka sem æfa íshokkí á aldrinum 11-14 ára. Byrjendur geta fengið allan búnað lánaðan án endurgjalds – skauta, hjálma, hlífar og kylfu. Aðalþjálfari íshokkís er Miloslav Racansky

Nánar…