Fjölskyldukennsla

Hæ!

Fjölskyldukennsla íshokkídeildar Skautafélaga Reykjavíkur er skemmtileg viðbót við fjölbreytta flóru almenningsíþrótta sem býðst í Reykjavík.  Skautakennarar skautafélagsins hafa samanlagt áratuga reynslu á skautum og geta kennt þér öll trixin í bókinni.  Við viljum gæta fyllsta öryggis og því eru allir þeir sem taka þátt í fjölskyldukennslunni skyldaðir að vera með hjálma á meðan kennslu stendur.  Þeir Andri Freyr Magnússon og Helgi Páll Þórisson sjá um fjölskyldukennsluna en þeir hafa starfað sem skautakennarar og íshokkíþjálfarar síðan elstu menn muna!

Ef þig langar til að skella þér í Fjölskyldukennsluna þá er um að gera að kaupa hana hér beint í gegnum netið (sem er gríðarlega einfalt og auðvelt) og setja þig síðan í samband við strákana í gegnum formið hér að neðan eða senda tölvupóst á fjolskyldukennsla@skautafelag.is og mæla þér mót við skautakennarann þinn.

Hvernig fer þetta fram?

Kennslan fer fram á almenningstímum í Skautahöllinni í Laugardal.  Bestu almenningstímarnir eru á laugardögum og sunnudögum á milli kl.13 og 17.  Allur búnaður er á staðnu og því lítið mál að mæta á staðinn og skella sér í skautana.

Hvað þarf að hafa með sér?

Það er æskilegt að vera í góðum hlýjum buxum, hlýrri peysu eða jakka og svo eru góðir vettlingar alltaf ráðlagðir.  Í Skautahöllinni eru hjálmar til láns en ef einhver kýs að koma með eigin hjálm þá er það í góðu lagi.

Hvað er kennt?

Skautakennarar fara yfir helstu grunnatriði sem þarf að hafa í huga þegar það er verið að skauta.  Góð tækni og jafnvægi skiptir miklu máli og hvað bera að forðast.  Farið verður yfir helstu jafnvægisæfingar, að koma sér áfram og stoppa.  Ef vel gengur þá er ekki ólíklegt að fleiri trixum verði bætt við kennsluna.  Athugið að námshraði fólks er misjafn og eru þeir yngri yfirleitt fljótari að nema skautalistina en þeir eldri.

Skelltu þér á skauta með fjölskyldunni undir leiðsögn fagmanna!!

Fjölskyldukennsla
Sending