
Andrea Bachmann til Svíþjóðar
Andrea Bachmann skrifaði nýlega undir samning við sænska félagið Almtuna IS fyrir næsta tímabil. Liðið er staðsett í Uppsala sem er 170.000 manna borg norðan við höfuðborgina Stokkhólm. Það spilar í næstefstu deild, Nationella Damhockeyliga, eða NDHL. Andrea hefur verið hryggjarstykkið í uppbyggingu kvennahokkís hjá SR síðustu ár og hefur verið aðalmarkvörður kvennalandsliðsiðs undanfarin mót.