Greiðslureglur

Öll æfingargjöld eru greidd fyrir hverju önn.

Til þess að iðkandi sé skráður á æfingar þarf að ganga frá greiðslu æfingagjalda í upphafi annar. Ganga þarf frá greiðslu æfingagjalda á greiðslusíðu Skautafélagsins.  Æfingagjöld eru ekki endurgreidd ef iðkandi hættir, nema vegna langvarandi veikinda eða meiðsla. Þá þarf að skila inn læknisvottorði á skrifstofu Skautafélagsins. Einnig verða útistandandi æfingagjöld innheimt þó að iðkandi hætti nema v. langvarandi meiðsla eða veikinda og þá gegn framvísun læknisvottorðs. Ef ekki er gengið frá æfingagjöldum fyrir tilsetta dagsetningu hér að ofan áskilur félagið sér rétt til að setja æfingagjöldin á einn greiðsluseðil og bætast þá við seðilgjald og/eða  annar umsýslunarkostnaður ef bakfæra þarf reikninginn.

Inni á greiðslusíðu félagsins er hægt er að greiða með greiðslukorti eða með greiðsluseðlum. Hægt er að skipta niður í allt að 3-4 greiðslur. Á greiðsluseðlum bætast við greiðslu og umsýslugjöld en engin gjöld eru innheimt vegna greiðslukorta.

Mótagjöld keppnishópa eru ekki innifalin í æfingagjöldum.

Allir sem fara á ís í Skautaskóla verða að skrá sig fyrst.
Boðið er uppá sérstaklega auglýsta prufutíma í byrjun annar, eftir það þarf að skrá barn sem iðkanda og ganga frá greiðslu æfingagjalda. Tilkynna þarf sérstaklega ef barnið ætlar ekki að halda áfram iðkun. Mikilvægt er að börn séu skráð upp á ef eitthvað kemur upp á á æfingartíma og þá hægt að hafa samband við foreldri.

Æfingagjöld fyrir framhaldshópa eru greidd fyrir hverja önn.
Ef iðkandi er færður upp um hóp sem hefur fleiri ístíma, er sendur út greiðsluseðill fyrir þeim æfingum og reiknað út frá því iðkandi færist upp og út önnina.

Óski iðkandi eftir að hætta æfingum eftir að önnin er hafin er önnin greidd að fullu af iðkanda.
Einungis langvarandi meiðsli eða veikindi eru endugreiðsluhæf ef iðkandi hættir. Í báðum tilfellum þarf að koma með læknisvottorð þar sem tekið er fram á hvaða tímabili iðkandi hefur ekki geta stundað íþróttina og af hvaða ástæðu. Endurgreiðsla reiknuð þannig út að visst grunngjald er alltaf greitt og er svo eftirstöðvum skipt niður á þá mánuði sem iðkandi notar og greiðir fyrir.  Útistandandi æfingagjöld verða innheimt þó að iðkandi hætti nema v. langvarandi meiðsla eða veikinda og þá gegn framvísun læknisvottorðs.