Íshokkískóli SR er ætlaður þeim krökkum sem eru að stíga sín fyrstu skref á skautum. Íshokkískólinn tekur á móti nýju krökkum allt tímabilið. Íshokkískólinn snýst fyrst og fremst um að hafa gaman og læra að skauta í leiðinni. Þegar krakkarnir eru tilbúnir færast þeir upp á næsta stig sem eru æfingar á sömu tímum hinum megin á ísnum. Áhugasamir byrjendur 18 ára og eldri er bent á byrjendaæfingar hjá Hrægömmum einu sinni í viku.
Frábærir þjálfarar taka á móti krökkunum í Íshokkískólanum.
Athugið að við þurfa að hafa alla skráða sem mæta hjá okkur, líka þá sem eru að prófa frítt. Skráning til að prófa er í gegnum sr.ishokki@gmail.com.
Kennsla í Íshokkískóla SR fer fram tvisvar í viku í Skautahöllinni í Laugardal frá og með 21. ágúst n.k.
Miðvikudagar 17.15-18.00 inn á ís, mæting 30 mín. fyrr.
Laugardagar 12.00-12.45 inn á ís, mæting 30 mín fyrr.
Byrjendur geta prófað frítt í nokkur skipti.
Íshokkískóli SR (10 skipti) + æfingar út önnina í viðeigandi flokki kostar aðeins 39.600 kr.
Hægt er að nota frístundastyrki sveitarfélaga í Íshokkískóla SR og hægt er að skipta greiðslum í allt að þrjú skipti.
Fyrir 4 ára og yngri kostar Íshokkískóli SR aðeins 19.800 kr.
SR lánar allan búnað, hjálm og skauta til að koma sér af stað.
Skráning í Íshokkískólann er að finna í vefverslun okkar á Sportabler
Þátttakendur eru hvattir til að mæta í léttum fatnaði sem gott er að hreyfa sig í.
Nýr í íshokkí og vantar að vita það helsta? Kíktu hér og fáðu að vita það helsta.
Fylgist með Upplýsingasíðu yngri flokka til að fá að vita allt sem er í gangi í barnastarfi félagsins.
Ekki hika við að hafa samband sr.ishokki@gmail.com