Jouni Sinikorpi
Þjálfari Reykjavíkur, sameinaðs liðs meistaraflokks
kvenna hjá SR og Birninum.
Jouni er 31 árs Finni frá Helsinki. Hann byrjaði í íshokkí 4 ára gamall og hefur spilað með EVU, Jokerit og Kiekko-Vantaa. Meiðsli um tvítugt urðu til þess að hann þurfti að leggja leikmannaferilinn á hilluna – en þá fór hann strax út í þjálfun. Jouni flutti til Íslands í haust ásamt konu sinni sem er þjálfari hjá listskautadeild SR.
Miloslav Račanský
Yfirþjálfari yngri flokka SR
Milos er 25 ára gamall Tékki sem flutti til Íslands fyrir fimm árum til að spila með SR. Síðasta vor var hann ráðinn í starf yfirþjálfara barnastarfs hjá félaginu en árin áður hafði hann þjálfað 3. flokk SR með góðum árangri. Ásamt því að stýra barnastarfinu gegnir Milos lykilhlutverki í meistaraflokki karla og er annar tveggja landsliðsþjálfara Íslands í U18.
Petr Kubos
Þjálfari 4. flokks og 2. flokks SR.
Petr er 39 ára gamall varnarmaður frá Tékklandi sem spilað hefur á Íslandi undanfarin tvö ár við góðan orðstír. Petr á að baki langan og farsælan feril í Tékklandi og víðar.
Ómar Freyr Söndruson
Aðstoðarþjálfari yngri flokka SR
Ómar er 18 ára gamall Reykvíkingur, leikmaður með 2. flokki og meistaraflokki SR. Ómar hefur átt sæti í U18 landsliði Íslands undanfarin ár.
Sölvi Freyr Atlason
Aðstoðarþjálfari yngri flokka SR
Sölvi er 18 ára gamall Hafnfirðingur, leikmaður með 2. flokki og meistaraflokki SR. Sölvi hefur spilað með U18 og U20 landsliðum Íslands undanfarin ár.
Andri Freyr Magnússon
Þjálfari Íshokkískóla SR
Andri er 34 ára gamall Akureyringur sem búið hefur í Reykjavík undanfarin ár. Andri tekur vel á móti öllum þeim sem byrja æfa hjá félaginu – hann gerir það reyndar svo vel að erfitt er að fá krakkana til að yfirgefa Íshokkískólann og færa sig upp í sinn flokk.
Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Þjálfari Íshokkískóla SR
Gulla er landsliðskona í íshokkí og með Bs.C gráðu í íþróttafræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur þjálfað bæði hjá Skautafélagi Akureyrar og Skautafélagi Bjarnarsins við góðan orðstír. Gulla hefur einnig verið markmaður í A-landsliði kvenna undanfarin ár.
Gulla er í fæðingarorlofi.
Josh Popsie
Markmannsþjálfari SR
Josh er 29 ára gamall Bandaríkjamaður sem búið hefur á Íslandi í tvö ár. Hann hefur reynslu af íshokkíþjálfun iðkenda á öllum aldri frá heimalandi sínu en hann þjálfaði meistaraflokk karla tímabilið 2017-2018. Hann var einnig aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla árið 2017.
Alexandra Hafsteinsdóttir
Þjálfari á stelpuæfingum
Alexandra er 18 ára og spilar með 2. flokki SR, meistaraflokki kvenna – liði Reykjavíkur og íslenska kvennalandsliðinu.