Helgi Páll Þórisson
Þjálfari karlaliðs SR
Helgi Páll Þórisson hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari sem leikmaður með SR, þar af tvisvar sem fyrirliði og aðstoðarfyrirliði. Helgi spilaði 10 ár með landsliðinu, hefur þjálfað flesta flokka hjá SR og verið aðstoðarþjálfari í karla og kvennalandsliðinum ásamt U20.
Alexander, frá Rússlandi, hefur búið á Íslandi undanfarin ár. Hann var áður yfirþjálfari hjá Fjölni en hefur mikla reynslu af því að spila og þjálfa um alla Evrópu.
Miloslav Račanský
Yfirþjálfari yngri flokka SR
Milos Tékki sem hefur búið hér í 8 ár og hlaut íslenskan ríkisborgararétt 2018. Ásamt því að stýra þjálfun SR gegnir Milos lykilhlutverki sem leikmaður í SR og landsliði Íslands. Einnig er Milos aðstoðarþjálfari U20 og yfirþjálfari U18 landsliðanna.
Gunnlaugur, sem er uppalinn SR-ingur, hefur mikla reynslu af þjálfun. Hann hefur meðal annars þjálfað yngri flokka hjá SR og var þjálfari karlaliðsins í sex ár, síðast tímabilið 2014-15 en þá varð SR deildarmeistari undir hans stjórn. Gunnlaugur þjálfaði lið Esju tímabilið 2016-17 og gerði liðið bæði að deildar- og Íslandsmeisturum.
Alexandra spilar með kvennaliði SR, U20 liði SR og íslenska kvennalandsliðinu. Alexandra hefur lokið 1.-3. stigi í þjálfaramenntun ÍSÍ.
Erla er SR-ingur og spilar með kvennaliði SR. Erla hefur lokið 1. stigi í þjálfaramenntun ÍSÍ og er að hefja nám á 2. stigi.
Jóhann spilar með U20 og karlaliði SR ásamt því að hafa verið yngri landsliðum Íslands.
Þorgils, eða Toggi eins og hann er jafnan kallaður, spilar með U20 og karlaliði SR ásamt því að hafa verið yngri landsliðum Íslands.
Kári spilar með U20 og karlaliði SR ásamt því að hafa verið yngri landsliðum Íslands.
Jonathan spilar með U20 og karlaliði SR.