Hér eru helstu upplýsingar fyrir þá sem langar að prófa íshokkí.
Skautafélag Reykjavíkur er eitt elsta íþróttafélag á Íslandi, fyrst stofnað árið 1873 og síðan endurvakið árið 1893, verður því 130 ára árið 2023. Ísknattleikur hefur lengi fylgt okkur en í Íslendingasögunum finnast lýsingar á knattleik á ís. Nútíma hokkí á Íslandi á samt styttri sögu því vélfrystu svelli var ekki komið upp fyrir en 1990 og yfirbyggt 1998. Mikið íshokkí uppbyggingarstarf hefur átt sér stað hjá félaginu síðustu ár með mikilli fjölgun iðkenda.
Einhverjar spurningar?
Sendu okkur tölvupóst: Alexandra íþróttastjóri sr.ishokki@gmail.com