Íshokkí

Verið velkomin – við tökum vel á móti öllum

Hér eru helstu upplýsingar fyrir þá sem langar að prófa íshokkí.

 

Fyrir krakka frá 4 ára aldri er Íshokkískóli SR rétti vettvangurinn til að stíga sín fyrstu skref á skautum. Þar ná byrjendur tökum á skautatækninni áður en þeir fara upp í flokka. Allar nánari upplýsingar um Íshokkískóla SR er að finna hér. Áhugasamir byrjendur 18 ára og eldri er bent á byrjendaæfingar hjá Hrægömmum einu sinni í viku.

Við notum Sportabler appið fyrir skráningu og utanumhald um allar æfingar og viðburði hjá félaginu. Allar nánari upplýsingar um skráningu er að finna hér.

Við erum með frábæran hóp af þjálfurum en þar leggjum við áherslu á gæði þjálfunar, metnað og gleði í yngri flokkunum okkar. Allar nánari upplýsingar um þjálfara er að finna hér.

Við státum af mjög öflugu foreldrafélagið sem skipuleggur keppnisferðir, mót, treyju- og gallapantanir, hóppantanir á búnaði og margt fleira. Allar nánari upplýsingar um Foreldrafélagið er að finna hér.

 

Fylgist með í öllu starfi yngri flokkana í Facebook hópnum Yngri flokkar SR íshokkí.

Skautafélag Reykjavíkur er eitt elsta íþróttafélag á Íslandi, fyrst stofnað árið 1873 og síðan endurvakið árið 1893, verður því 130 ára árið 2023. Ísknattleikur hefur lengi fylgt okkur en í Íslendingasögunum finnast lýsingar á knattleik á ís. Nútíma hokkí á Íslandi á samt styttri sögu því vélfrystu svelli var ekki komið upp fyrir en 1990 og yfirbyggt 1998. Mikið íshokkí uppbyggingarstarf  hefur átt sér stað hjá félaginu síðustu ár með mikilli fjölgun iðkenda.

Einhverjar spurningar?
Sendu okkur tölvupóst: Alexandra íþróttastjóri sr.ishokki@gmail.com