Yngri flokka mót

Á hverju tímabili eru 4 helgarmót fyrir 5., 6., 7. flokk og Íshokkískóla, tvö í Reykjavík og tvö á Akureyri.
Tímabilið 2019-2020 eru mótin sem hér segir:
Akureyri 11.-13. október 2019
Laugardalur Rvk 22.-24. nóvember 2019
Akureyri 31. jan-2. febrúar 2020
Egilshöll Rvk 28.-29. mars 2020

Fyrir utan þetta þá reynum við að spila reglulega æfingaleiki við Fjölni og svo er innanhúsmót hjá okkur í maí – SR leikarnir.

 

Nánar um Akureyrarferð 31. jan – 2. feb. nk.

Búið er að opna fyrir skráningu https://forms.gle/zYAu7gQPE2xPFFej8

Þetta mót er fyrir 5. 6. og 7. flokk og Íshokkískóla. Við hvetjum alla til að koma með ef þeir mögulega geta. Í huga krakkanna eru þessar ferðir hápunktar ársins og í þeim verður hokkíliðið líka að vinahópi.

Ferðin verður með sama sniði og undanfarin ár. Farið verður af stað kl. 13:00 á föstudegi og komið heim um kl. 20:00 á sunnudegi.
Gist verður í Skjaldarvík sem er frábært sveitahótel rétt norðan við bæinn og þar borðum við allar helstu máltíðir yfir helgina.

Mótið sjálft er spilað allan laugardaginn og til hádegis á sunnudeginum. í mótslok fá svo allir þáttakendur verðlaunapening og pizzu áður en haldið er af stað í bæinn.

Fyrir utan að spila íshokkí hefur einnig skapast hefð fyrir því í þessum ferðum að fara með hópinn í vasaljósagönguferð um nágrenni Skaldarvíkur á föstudagskvöldinu og svo má ekki gleyma kvöldvökunni sívinsælu á laugardagskvöldinu þar sem keppt er um hinn eftirsóknarverða farandverðlaunagrip Gyllta pökkinn. Í Skjaldarvík er líka heitur pottur sem vinsælt er að skella sér í.

Því miður er ekki hægt að gefa upp endanlegt verð fyrr en fjöldi skráninga liggur fyrir en síðasta ferð kostaði  22.000 kr á iðkanda og vonandi er hægt að hald því svipuðu að þessu sinni. Innifalið í því er rúta, gisting (uppábúin rúm og sérherbergi), allar máltíðir, móts- og þjálfaragjald. Ekki er hægt að kaupa hluta ferðar (bara gistingu eða bara rútu) nema sérstakar ástæður liggi að baki. Þetta er liðsferð og tilgangurinn er að efla liðsandann. Það gerum við með því að ferðast saman, gista saman, borða saman, spila saman og skemmta okkur saman.

1-2 foreldrar verða fararstjórar og hafa ásamt þjáfurum, auga með þeim börnum sem koma foreldralaus.