Íshokkískóli SR

 

Po polsku  In English

Fyrir hvern er Íshokkískóli SR?

Íshokkískóli SR er ætlaður þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á skautum, byrjendum á öllum aldri. Íshokkískólinn snýst fyrst og fremst um það að hafa gaman.

Markmið

Markmið Íshokkískólans er að kenna þátttakendum undirstöðuatriði í skautaíþróttinni. Kennslan byggist á Learn to Play kerfi Alþjóða íshokkísambandsins en áhersla er lögð á að bæta jafnvægi, auka hreyfiþroska og veita börnum uppeldislega hollt umhverfi. Þátttakendum er kennt hvernig á að detta og farið er í grunntækni á skautum.

Þjálfarar


Alexandra Hafsteinsdóttir er leikmaður í 2. flokki SR, kvennaliði RVK og kvennalandsliðinu. Hún hefur verið aðstoðarþjálfari Milosar yfirþjálfara í yngri flokkunum síðustu tvö tímabil og séð um stelpuæfingarnar við mjög góðan orðstír.


Erla, sem er fyrrum leikmaður með kvennaliði SR, kom aftur að þjálfa hjá félaginu í vetur eftir nokkurra ára fjarveru og hefur verið Alexöndru til aðstoðar á stelpuæfingum og Milosi á 6.-7 fl. æfingum. Hér áður þjálfaði hún meðal annars í Íshokkískólanum og var mikil ánægja með hennar störf.

 

Hvar og hvenær?

Kennsla í skautaskólanum fer fram þrisvar í viku í Skautahöllinni í Laugardal.
Sunnudagar kl. 11:45 – 12.45
Þriðjudagar kl. 18.00 – 19.00
Föstudagar kl. 17.30 – 18.15
Gott er að mæta 20-30 mínútum áður enn Skautaskólinn hefst, til að finna skauta og hjálm sem passa.

Einnig býður SR íshokkí upp á stelpuæfingar þar sem allar stelpur í yngri flokkunum æfa saman einu sinni í viku. Byrjendur á öllum aldri eru velkomnir á þær æfingar.
Stelpuæfingar er alla mánudaga kl. 18:15-19:15.

Hvað kostar?

Byrjendur geta prófað frítt í eina viku.
Íshokkískóli SR (10 skipti) + æfingar út önnina í viðeigandi flokki kostar 25.000 kr.
Hægt er að nota frístundastyrki sveitarfélaga í Íshokkískóla SR.
Fyrir 4 ára og yngri kostar Íshokkískóli SR aðeins 10.000 kr.
SR lánar búnað, hjálm og skauta til að koma sér af stað.
Skráning í skautaskólann er að finna á: https://skautafelag.felog.is/

Gott að vita

Þátttakendur eru hvattir til að mæta í hlýjum fötum sem gott er að hreyfa sig í. Mikilvægt er að mæta 15 – 20 min fyrir auglýstan tíma til að hafa nægan tíma til að finna skauta, hjálma og vera tilbúin/-n fyrir ístímann.

Foreldrar eru einnig hvattir til að mæta með börnum sínum og fylgjast með æfingum.

Fylgist með Upplýsingasíðu yngri flokka til að fá að vita allt sem er í gangi í barnastarfi félagsins.

 

Skráning í Íshokkískóla SR   Senda fyrirspurn á SR íshokkí

 

 

 

Nýjast frá IIHF