Íshokkískóli SR

Po polsku  In English

Fyrir hvern er Íshokkískóli SR?

Íshokkískóli SR er ætlaður þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á skautum, byrjendum á öllum aldri. Íshokkískólinn snýst fyrst og fremst um það að hafa gaman.

Markmið

Markmið Íshokkískólans er að kenna þátttakendum undirstöðuatriði í skautaíþróttinni. Kennslan byggist á Learn to Play kerfi Alþjóða íshokkísambandsins en áhersla er lögð á að bæta jafnvægi, auka hreyfiþroska og veita börnum uppeldislega hollt umhverfi. Þátttakendum er kennt hvernig á að detta og farið er í grunntækni á skautum. Auk þess sem spilað verður íshokkí.

Þjálfarar


Andri Freyr Magnússon hefur séð um Íshokkískóla SR undanfarin fimm ár við mjög góðan orðstír. Andri er vottaður Learn to Play leiðbeinandi af Alþjóða íshokkísambandinu 2013.

Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, landsliðskona í íshokkí, er með Bs.C gráðu í íþróttafræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur þjálfað bæði hjá Skautafélagi Akureyrar og Skautafélagi Bjarnarsins. Guðlaug er í fæðingarorlofi vorönn 2019.

Hvar og hvenær?

Íshokkískólinn er í sumarfríi en hefst aftur um miðjan ágúst. Nánari upplýsingar síðar.
Kennsla í skautaskólanum fer fram tvisvar í viku í Skautahöllinni í Laugardal.
Gott er að mæta 20-30 mínútum áður enn Skautaskólinn hefst, til að finna skauta og hjálm sem passa.

Hvað kostar?

Byrjendur geta prófað frítt í eina viku.
Íshokkískóli SR (10 skipti) + æfingar út önnina í viðeigandi flokki kostar 25.000 kr.
Hægt er að nota frístundastyrki sveitarfélaga í Íshokkískóla SR.
Fyrir 4 ára og yngri kostar Íshokkískólinn SR aðeins 10.000 kr.
SR lánar búnað til að koma sér af stað.
Skráning í skautaskólann er að finna á: https://skautafelag.felog.is/

Gott að vita

Þátttakendur eru hvattir til að mæta í hlýjum fötum sem gott er að hreyfa sig í. Mikilvægt er að mæta 15 – 20 min fyrir auglýstan tíma til að hafa nægan tíma til að finna skauta, hjálma og vera tilbúin/-nn fyrir ístímann.

Foreldrar eru einnig hvattir til að mæta með börnum sínum og fylgjast með æfingum.

Fylgist með Upplýsingasíðu yngri flokka til að fá að vita allt sem er í gangi í barnastarfi félagsins.

 

Skráning í Íshokkískóla SR   Senda fyrirspurn á Andra

 

 

 

Instagram SR-íshokkí

  • Það er gaman að segja frá því að Milos hefur skrifað undir 3ja ára samning við SR sem yfirþjálfari yngri flokka! 
Það eru frábærar fréttir fyrir félagið, iðkendur og foreldra enda hefur verið mikil ánægja með störf hans frá því hann tók við fyrir rúmu ári. 
Hér er mynd frá undirritun samningsins en með Miloslav eru Margrét gjaldkeri og Bjarni umsjónamaður barnastarfs í stjórn SR.

Nánar

Nýjast frá IIHF