Þjálfarar SR íshokkí

SR íshokkí hefur á að skipa mjög færum og reynslumiklum þjálfurum og aðstoðarþjálfurum.

Miloslav Račanský
Aðalþjálfari karlaliðs SR og yfirþjálfari yngri flokka SR

Milos er 26 ára gamall Tékki sem hefur búið hér í 7 ár og hlaut íslenskan ríkisborgararétt 2018. Ásamt því að stýra þjálfun SR gegnir Milos lykilhlutverki sem leikmaður í SR og landsliði Íslands. Einnig er Milos aðstoðarþjálfari U20 og yfirþjálfari U18 landsliðanna.


Peter Bronsson
Þjálfari Reykjavíkur, sameinaðs kvennaliðs SR og Fjölnis.

Peter er 47 ára Bandaríkjamaður sem hefur búið og starfað hér á landi síðan 2017. Hefur hann spilað áhugamannaíshokkí í Póllandi, Þýskalandi og heimalandi sínu Bandaríkjunum ásamt því að hafa þjálfað þar. Peter er vottaður þjálfari frá bandaríska íshokkísambandinu.


Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Íþróttastjóri SR íshokkí og þjálfari í 6./7. flokki

Gulla er 26 ára landsliðskona í íshokkí og með Bs.C gráðu í íþróttafræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur þjálfað bæði hjá Skautafélagi Akureyrar og Skautafélagi Bjarnarsins við góðan orðstír. Gulla hefur einnig verið markmaður í A-landsliði kvenna.


Andri Freyr Magnússon
Þjálfari Íshokkískóla SR

Andri er 35 ára gamall Akureyringur sem búið hefur í Reykjavík undanfarin ár. Andri tekur vel á móti öllum þeim sem byrja æfa hjá félaginu – hann gerir það reyndar svo vel að erfitt er að fá krakkana til að yfirgefa Íshokkískólann og færa sig upp í sinn flokk.


Ævar Þór Björnsson
Markmannsþjálfari SR

Ævar er 28 ára SR-ingur í húð og hár, stóð 10 tímabil á milli stanganna í karlaliði SR ásamt því að spila með unglinga- og karlalandsliði Íslands.


Kári Guðlaugsson
Aðstoðarþjálfari karlaliðs SR

Kári er 25 ára varnarjaxl og reynslubolti úr SR en hann á tæplega 170 leiki að baki.


Alexandra Hafsteinsdóttir
Þjálfari á stelpuæfingum og aðstoðarþjálfari í 4., 5., 6. og 7. fl.

Alexandra er 19 ára og spilar með 2. flokki SR,  RVK (kvennalið SR og Fjölnis) og íslenska kvennalandsliðinu. Alexandra hefur lokið 1. stigi í þjálfaramenntun ÍSÍ og er að hefja nám á 2. stigi.


Jóhann Björgvin Ragnarsson
Aðstoðarmarkmannsþjálfari og aðstoðarþjálfari í 4., 5., 6. og 7. fl.

Jóhann er 16 ára og spilar með 2. flokki og karlaliði SR ásamt því að hafa verið í U18 landsliði Íslands.


Markús Máni Ólafarson
Aðstoðarþjálfari í  4., 5., 6. og 7. fl.

Markús er 16 ára og spilar með 2. flokki og karlaliði SR ásamt því að hafa verið í U18 landsliði Íslands.

Instagram SR-íshokkí

  • Reykjavíkur-stelpurnar eru vonum ánægðar eftir fyrsta leik tímabilsins. En það þýðir ekkert að slaka á þótt fyrsti sigurinn sé komin í hús - næsti leikur er fyrir norðan í október. 
Hörku-æfingadagskrá framundan 💪🥅🏒

Nánar

Nýjast frá IIHF