Fatnaður og fleira

Æfingaföt: Fatnaður á æfingum skal falla þétt að líkamanum til þess að þjálfarar geti séð vel líkamsstöðu og beitingu. Hettupeysur bannaðar.

Sokkar: Verið í sokkum sem ná upp fyrir skautana.

Vettlingar: Verið ávallt með vettlinga á æfingum.

Skartgripir: Úr, síðir eyrnalokkar, armbönd og aðrir skartgripir eru ekki leyfð á æfingum til að forðast alvarleg meiðsli.

Tæmið vasana: Athugið að tæma alla vasa áður en þið farið á ísinn til að koma í veg fyrir að hlutir dreifist á ísinn og skapi slysahættu fyrir skautarana.

Hár: Greiðið hár og festið vel frá andliti og sítt hár skal ávall vera tekið saman.