Nýskráning

Skautaskólinn haustönn 2015

Skautaskóli listhlaupadeildar SR hefst þriðjudaginn 1. september 2015 og líkur 13. desember.
Hver önn miðast við að lágmarki 26 ístíma.

Gert er ráð fyrir að 5 tímar falli niður vegna mótahalds. 3 sunnudagar v/mótahalds í listhlaupi á skautum og 2 sunnudagar v/íshokkí móta. Gert er ráð fyrir þessum tímum þegar lengd annar er ákveðin. Foreldrar verða látnir vita hvaða daga tímar falla niður.

Listhlaupadeildin hefur tekið í notkun nýtt skráningarkerfi fyrir forráðamenn og iðkendur.

Kerfið er í alla staði einfalt og þægilegt í notkun.

Í stuttu máli þá þarf forráðamaður að stofna sinn aðgang, skrá sína iðkendur og velja námskeið/æfingar sem passa iðkanda. Um leið og skráning á námskeið er staðfest er gengið frá greiðslu.
Boðið er uppá að dreifa greiðslunni á 3 tímabil.

Til að nýta frístundarkort þarf að skrá sig inn í gegnum Ísland.is. Fyrst þarf að merkja við að samþykkja skilmála og smella síðan á Island.is innskráning og skrá inn á vef þeirra. Síðan tengist sjálfkrafa aftur skráningarkerfi LSR.

Skráning fer fram rafrænt hér : https://skautafelag.felog.is/

Hér má finna stutta útgáfu af leiðbeiningum : Leiðbeiningar