Reglur fyrir alla innan LSR/Rules

 

English below.

1. Almennar reglur

 

1.1. Sýna ber háttvísi og prúðmennsku í félaginu og alls staðar þar sem komið er fram í nafni þess.

1.2. Skautafélagið tekur ekki ábyrgð á eigum iðkenda.

1.3. Ef ágreiningsmál koma upp meðal iðkenda, þjálfara eða starfsfólks, er leitast við að leysa þau innan félagsins. Hægt er að leita til talsmanns iðkenda. 

1.4. Þjálfara er heimilt að taka myndbönd af iðkendum á meðan æfingu stendur þar sem efnið er nýtt til kennslu.

1.5. Foreldrum og forráðamönnum er ekki heimilt að taka upp myndband eða myndir af iðkendum á og af ís á æfingum nema með leyfi þjálfara.

1.6. Til þess að iðkandi geti tekið þátt í keppnum og öðrum viðburðum hverrar annar þarf æfingagjöldum að hafa verið ráðstafað. 

1.7. Mæting iðkenda í keppnislínu þarf að vera minnst 80%.

 

2. Umgengi – Samskipti og hegðun

 

 

2.1 Samskipti iðkenda og þjálfara ættu ávallt að einkennast af gagnkvæmri virðingu og tillitsemi.

2.2. Iðkendum ber að gæta vel að fatnaði sínum og öðrum eigum. Skautafélagið ber enga ábyrgð á eigum iðkenda. Sælgæti og tyggigúmmí er bannað á æfingatíma.

2.3. Iðkendur eiga að ganga vel um skautahöllina, búningsklefa og aðrar vistarverur og skilja ekki eftir sig rusl, hvorki innan dyra né utan. Vinni iðkendur vitandi tjón á eignum hallarinnar ber þeim/ forráðamönnum þeirra að bæta fyrir það.

2.4. Iðkendur virði verkstjórn þjálfara í kennslustundum, sýni háttvísi, einbeiti sér að viðfangsefninu og gæti þess að valda ekki ónæði.

2.5. Þjálfara er heimilt að vísa iðkanda úr kennslustund ef hann hefur truflandi áhrif á kennsluna og á aðra iðkendur. 

2.6. Ósæmileg hegðun iðkenda gagnvart þjálfurum, æfingafélögum og öðru starfsfólki félagsins er litin alvarlegum augum. Trufli iðkandi kennslu eða sýni aðra óæskilega hegðun ber þjálfara að ræða við hann með það að markmiði að leiðbeina til betri vegar.  Ef áminna þarf iðkanda yngri en 18 ára lætur þjálfari foreldra hans vita. Trufli iðkandi endurtekið kennslu skal tilkynna það til skautastjóra skautafélagsins sem reynir að leita lausna í samvinnu við foreldra.

2.7. Litið er alvarlegum augum ef foreldri/forráðamaður er staðinn að því að tala illa um eða við iðkendur og þjálfara í æfingahúsnæði. Foreldri/forráðamaður getur átt von á tiltali eða verið meinaður aðgangur að æfingahúsnæði. 

 

 

3. Klæðnaður

 

3.1. Fatnaður á æfingum skal falla þétt að líkamanum til þess að þjálfarar geti séð vel líkamsstöðu og líkamsbeitingu og þá er líka minni hætta á óhöppum. Ekki er leyfilegt að hafa bert á milli laga. Verið ávallt með vettlinga á æfingum.

3.2. Úr, síðir eyrnalokkar, armbönd og aðrir lausir skartgripir eru ekki leyfðir á æfingum. 

3.3. Athugið að tæma alla vasa áður en farið er inn á ísinn til þess að koma í veg fyrir að hlutir dreifist á ísinn og skapi slysahættu fyrir iðkendur. 

3.4. Hár skal ávallt vera greitt frá andliti og tekið saman. 

3.5. Iðkendur þurfa ávallt að vera í sérútgefnum félagapeysum í upphitun á mótum og öðrum opinberum viðburðum á vegum félagsins. Hægt er að kaupa félagapeysu á skrifstofu/veitingasölu LSR.

 

 

4. Mætingar

 

4.1. Iðkendur mæta ávallt stundvíslega á allar æfingar. Mælt er með að hita upp fyrir hvern tíma til þess að fyrirbyggja meiðsli. Skautafélagið tekur ekki ábyrgð á meiðslum iðkenda. Iðkandi sem er of seinn á æfingu, þarf að biðjast afsökunar og gefa skýringu hvers vegna komið er of seint.

4.2. Iðkendur/foreldrar/forráðamenn þurfa að tilkynna veikindi og önnur óhjákvæmileg forföll í samskiptaforritinu Sportabler. Tilkynning þarf að berast áður en æfing hefst. Athugið að mjög mikilvægt er að mæta vel á æfingar fyrir sýningar félagsins og mót sem iðkandi er skráður á.

4.4. Iðkendur í keppnislínu þurfa að sinna persónulegum erindum sínum utan æfingatíma.  Undanþágur frá þessu veitir umsjónarþjálfari hópsins.

4.5. Aldrei skal yfirgefa ísinn á miðri æfingu nema láta þjálfara vita. Þannig geta þjálfarar fylgt eftir iðkendum sem þurfa að fara af æfingu vegna meiðsla eða annara óþæginda og verið vissir um að iðkendur séu í góðum höndum.

 

1. General rules

1.1. Punctuality and prudence must be shown in the club and wherever skater appears in its name.

1.2. Skautafélagið (the club) does not take any responsibility for the property of the skaters.

1.3. If disputes arise among skaters, coaches or staff, they will endeavour to resolve them within the club. You can talk to the spokesperson for the skaters.

1.4. A coach may record videos of the skaters during the exercise where the material is used for coaching.

1.5. Parents and guardians are not permitted to record a video or take pictures of the skaters on and off the ice during practices except with the permission of the coach.

1.6. In order for the skater to participate in competitions and events, training fees must be paid.

1.7. The attendance of a skater in the competition line must be at least 80%.

 

2. Access – Communication and behaviour

2.1 The communication between skater and coach should always be characterized by mutual respect and consideration.

2.2. The skaters should pay close attention to their clothing and other belongings. Skautafélagið (the club) is not responsible for the property of the skaters. Sweets and chewing gum are prohibited during practice.

2.3. Skaters should always keep everything neat and clean around the skating rink, locker rooms and other areas and leave no trash, either inside or outside. If a skater knowingly damages the property of the rink, they / their guardians must compensate for it.

2.4. Skaters should value the coaching methods of the coach during lessons, be polite, concentrate on the subject and should not cause distractions.

2.5. A coach may dismiss the skater from a lesson if he or she has a disruptive effect on the teaching and on other skaters.

2.6. The indecent behaviour of the skaters towards the coaches, other skaters and other employees of the club is considered to be serious. If a skater is interfering with practices or demonstrating any other undesirable behaviour, the coach should talk to him with the aim of providing a better path. If there is a need for a skater under the age of 18, the coach will let his parent’s know. If skater interrupts repetitively the coach should report it to the skating director of the club who will try to find the best solutions in collaboration with parents.

2.7. It is thought of as a serious offence if a parent/guardian is talking badly about or to skaters and/or coaches in the ice rink. The parent/guardian may expect a meeting and/or be denied access to the ice rink during practice hours.

 

3. Clothing

3.1. Exercise clothing should fit firmly on the body so that trainers can see the body posture and the body (líkamsbeiting), and there is also less risk of mishaps. It is not permitted to have bare skin between the clothes. Always wear mittens on exercises.

3.2. Watches, long earrings, bracelets and other loose jewellery are not allowed during exercises.

3.3. Be sure to empty all pockets before entering the ice to prevent objects from spreading on the ice and creating a risk of injury to skaters.

3.4. Hair should always be taken from the face and but in a ponytail or a bun.

3.5. Skaters must always wear specially-issued club sweaters for warm-up before a competition and other public events. You can buy a club sweater at LSR’s office/restaurant sale.

 

4. Attendance

4.1. Skaters always have to show up on time for all exercises. It is recommended to warm up every time before ice to prevent injury. The club does not take any responsibility for injury to skaters. Anyone who is late for exercise should apologize and explain why they are late.

4.2. Skaters/parents/guardians need to report illness and other unavoidable failures to attend in the Sportabler application Notification must be sent before exercise begins. Please note that it is very important to attend all exercises before shows and competition on which the skater is registered for.

4.4. Skaters in competition line need to conduct their personal assignments outside of rehearsal time. Exceptions to this will be provided by the coach.

4.5. Never leave the ice in the middle of practice unless you tell the coach. That is because then the coach can follow up on the skater who needs supervision due to injury or other discomfort and be assured that the skater is in good hands.