Reglur fyrir alla LSR iðkendur

Mætið tímanlega: Æskilegt er vera komin/n í skautahöllina 30 mínútum áður en æfing hefst á ís. Þannig gefst tími til upphitunar í 20 mínútur og 10 mínútur til að fara í skautana. Upphitun er mjög mikilvæg fyrir alla iðkendur, sérstaklega í framhaldshópum, og hjálpar til við að koma í veg fyrir meiðsli.

Málfar: Slæmt málfar verður ekki þolað á ísnum. Byggjum upp jákvæðan íþrótta-anda og sýnum gott fordæmi.

Veikindi: Æskilegt er að iðkendur mæti ekki lasnir á æfingar. Það getur haft alvarlegri og lengri veikindi í för með sér fyrir þá og getur einnig leitt til þess að aðrir iðkendur og þjálfarar verði veikir.

Aldrei skal yfirgefa ísinn á miðri æfingu nema láta þjálfara vita. Þannig geta þjálfarar fylgt eftir iðkendum sem þurfa að fara af æfingu vegna meiðsla eða annara óþæginda og verið viss um að iðkendur séu í góðum höndum.

Matur og drykkir: Stranglega bannað er að vera með tyggjó. Mælst er til þess að iðkendur drekki vatn fyrir og eftir æfingu og séu ekki með vatnsflöskur á æfingum nema þær séu lengri en 2 klukkutímar.

Virðið reglurnar: Farið eftir leiðbeiningum þjálfara og virðið ákvarðanir þeirra.