Reglur fyrir alla LSR iðkendur

Mætið tímanlega: Iðkandi á alltaf að vera kominn tímanlega og vera tilbúinn áður en æfing hefst.

Framkoma: Alltaf skal iðkandi koma fram við aðra af kurteisi og virðingu.

Veikindi: Æskilegt er að iðkandi mæti ekki lasinn á æfingar. Það getur haft alvarlegri og lengri veikindi í för með sér fyrir þá og getur einnig leitt til þess að aðrir iðkendur og þjálfarar verði veikir. Vinsamlega látið alltaf vita ef iðkandi kemur ekki á æfingar.

Aldrei skal yfirgefa ísinn á miðri æfingu nema láta þjálfara vita. Þannig geta þjálfarar fylgt eftir iðkendum sem þurfa að fara af æfingu vegna meiðsla eða annara óþæginda og verið viss um að iðkendur séu í góðum höndum.

Matur og drykkir: Stranglega bannað er að vera með tyggjó og mat á ís.

Virðið reglurnar: Farið eftir leiðbeiningum þjálfara og virðið ákvarðanir þeirra.