Samhæfður Skautadans – Syncro

Samhæfður Skautadans – Synchronized Skating

Samhæfður skautadans (Synchronized Skating) er ung grein innan skautaíþróttarinnar og er í örum vexti um allan heim.  Ólíkt því sem gerist í listhlaupi og ísdansi rennir sér stór hópur skautara samtímis á svellinu.  Hvert lið samanstendur af 8-20 einstaklingum sem skauta við tónlist og mynda með mismunandi skiptingum hvert mynstrið á fætur öðru.  Reynd og vel samhæfð lið geta náð upp miklum hraða og skipt svo snilldarlega á milli mynstra að áhorfendur átta sig sjaldnast á hvernig skiptingar fóru fram.

Samhæfður skautadans byggir á sama grunni og listhlaup á skautum en þrátt fyrir það eru greinarnar gjörólíkar.  Jafnframt því að auka fjölbreytni innan skautaíþróttarinnar er samhæfður skautadans þeim kostum gæddur að iðkendur geta náð hápunkti ferils síns eftir unglingsaldur.
Framfarir takmarkast ekki við ungan aldur og er meðalaldur þar af leiðandi mun hærri en í listhlaupi á skautum.


Norðurljósin – Team Northern Lights
Hjá Skautafélagi Reykjavíkur æfir eina lið landsins í samhæfðum Skautadansi, Norðurljósin.
HÉR er nánar hægt að fylgjast með þeim á síðunni þeirra.

Norðurljósin hafa keppt á mörgum mótum erlendis og staðið sig frábærlega.