Í Skautaskólanum og Unglingaflokki er lögð megin áhersla á að læra helstu grunn- og undirstöður íþróttarinnar. Við leggjum áherslu á að hafa æfingarnar skemmtilegar og fjölbreyttar og í leiðinni krefjandi.
Skipt er í litla hópa á svellinu eftir aldri og getu.
Kennt er tvisvar sinnum í viku, á þriðjudögum og laugardögum. Hluti æfinga fer fram á ísnum og hluti á gólfi. Iðkendur í skautaskóla fá 5 aðgangsmiða á almenning. Miðarnir eru afhentir á skrifstofu félagsins, ganga þarf frá greiðslu æfingagjalda áður.
hér má finna handbók fyrir iðkendur og skautaforeldra í byrjendaflokkum