Skautaðu regnbogann – Byrjendahandbók

Í Skautaskólanum og Unglingaflokki er lögð megin áhersla á að læra helstu grunn- og undirstöður íþróttarinnar. Við leggjum áherslu á að hafa æfingarnar skemmtilegar og fjölbreyttar og í leiðinni krefjandi.  Kennt er eftir kerfinu Skautum Regnbogan og er kennt í öllum skautafélögum landsins og er í yfirumsjón Skautasambands Íslands. Kerfið inniheldur kennsluaðferðir með þrepaskiptum markmiðum sem byggir á fljótu og auðveldu símati sem verðlaunar skautarann strax. Kerfið veitir skauturum góðan grunn og þjónar bæði skauturum sem hafa áhuga á að nýta íþróttina sem tómstundargaman og einnig þeim sem huga seinna meir að keppni.