Skautaskóli listhlaupadeildar

*Skráning hér*

Skautaskólinn er fyrir byrjendur og styttra komna á aldrinum 5-10 ára.

Á laugardögum bjóðum við börnum sem verða 3ja ára á árinu til 4 ára  að mæta á stutt námskeið til að læra að byrja skauta.

Unglinganámskeið eru haldin fyrir krakka á aldrinum 10-18 ára sem vilja byrja að læra að skauta eða hafa lært aðeins áður.

Nýtt námskeið í Skautaskólanum mun hefjast miðvikudaginn 3. mars.

Í Skautaskólanum er lögð megináhersla á að læra helstu grunnatriði og undirstöður íþróttarinnar.  Við leggjum áherslu á að hafa æfingarnar skemmtilegar og fjölbreyttar og í leiðinni krefjandi. 

Umsjónarþjálfari skautaskólans er Herdís Birna og umsjónarmaður er Hrönn Þorgeirsdóttir skautastjóri.

Fyrirkomulag æfinga

Skipt er í litla hópa á svellinu eftir aldri og getu.

Kennt er tvisvar sinnum í viku. Athugið að til að tryggja að þjálfarar og aðrir sem koma að æfingum geti fylgt reglum um fjöldatakmarkanir biðjum við foreldra að takmarka viðveru sína í höllinni eins mikið og þeir geta. 

Hluti æfinga fer fram á ísnum og hluti á gólfi.

Börnin fara í upphitun þegar þau mæta, svo er ístími í 45 mín. og eftir hann fara þau í afísæfingar (t.d. teygjur) á gólfi í 15 mín., á milli er góður tími gefinn til að fara í  og úr skautum.
Það er mjög mikilvægt að krakkarnir mæti í upphitun og afís svo þau lendi ekki í meiðslum á æfingum.

 

Miðvikudagar 

Skautaskóli:
Mæting: 17:30 – 18:45

——————————————

Laugardagar:

Skautaskóli:
Mæting: 11:30- 12:45

—————————————–

Skautaskóli 3-4 ára.

Mæting: 11:30 – 12:30

Alltaf er gefinn góður tími til að klæða sig í og úr skautum milli æfinga.

Mæting: Bendum á að mjög mikilvægt er að börnin mæti í upphitun þar sem ekki er gott að fara kaldur inn á svellið að skauta, iðkendum gengur betur að skauta eftir að hafa hitað upp og auk þess sem það dregur úr hættu á meiðslum að fara vel heitur inn á svellið. Vinasamlega mætið tímalega þannig að börnin séu tilbúin þegar upphitun hefst. Eins er mikilvægt að mæta í æfingar eftir ístímana  en þar eru oft gerðar æfingar sem eru svo yfirfærðar yfir á æfingar á ísnum. Eins er nauðsynlegt að gera liðleika- og styrktaræfingar til að ná árangri í skautaæfingunum.

Fatnaður: Mikilvægt er að börnin mæti í viðeigandi fatnaði í skautaskólann, góðar buxur sem gott er að hreyfa sig í, t.d. flísbuxur (bannað að vera í gallabuxum og/eða ökklasokkum). Góð flíspeysa yfir hlýjan bol er oftast nóg fyrir þau og vettlingar eru nauðsynlegir. Gott er að hafa buff undir hjálminum. Passið að dúða börnin ekki um of, þau þurfa að eiga gott með að hreyfa sig, þeim er oftast ekki svo kalt á ísnum þar sem þau eru að hreyfa sig og fara heit inn á eftir upphitun. Iðkendum þykir oft þægilegast að vera með sína eigin hjólahjálma á ísæfingum.

Ýmsar upplýsingar fyrir skautaskólaforeldra:
Foreldrahandbók Skautaskólans

Verðskrá sem gildir fyrir námskeið sem hefjast 3. mars:

 • Verð fyrir í  skautaskóla er 45.500 kr. 2 sinnum í viku en 23.000 kr. 1 sinni í viku.
 • Innifalið eru:
  • Kennslutímar
  • Lán á skautum og hjálmi
  • Skautanælur vegna regnabogaprófa
  • Iðkendagjald til Skautasambands Íslands
 • Allar skráningar og greiðslur fara fram rafrænt – sjá HÉR

Ef  nota á frístundastyrkinn þá þarf að skrá sig inn með Íslykli inn á skráningarsíðuna eða rafænum skilríkjum  og síðan haka við í reitinn frístund og ákveða upphæð.  ATH! ekki fara inn á Rafræna Reykjavík og úthluta styrknum þar, aðeins inn í skráningakerfinu. Frístundastyrkurinn þarf að koma fram til lækkunar á gjaldinu inn í kerfinu áður en þið gangið frá greiðslu á eftirstöðvum ef einhverjar eru. Félagið getur ekki kallað fram frístundastyrkinn til að lækka greiðslu, forráðamenn verða að gera það sjálfir.

Æfingagjöld eru ekki endurgreidd ef iðkandi hættir, nema vegna veikinda eða meiðsla til lengri tíma, og þá þarf að skila inn læknisvottorði á skrifstofu SR -listhlaupadeildar.

Með skráningu á námskeið gerir skautari og/eða forráðamaður sér grein fyrir því að mögulega eru teknar
ljósmyndir af skauturum á æfingum, keppnum og sýningum og þær birtar opinberlega á samfélagsmiðlum og heimasíðu SR.

Dagsetningar sem falla niður vegna móta verða birtar hérna fyrir neðan.

 

Athugið að við útreikning æfingagjalda er búið að taka inní þær dagsetningar sem falla niður.

Til að fá nánari upplýsingar, sendið póst á skautastjori@gmail.com eða gjaldkeri.lsr@gmail.com.

Skráðu þig á póstlistann!