Margrét Helga Kristjánsdóttir

Nafn: Margrét Helga Kristjánsdóttir

Við hvað starfar þú hjá LSR? Ég er Þjálfari hjá Skautafélaginu

Hvaða menntun hefur þú? Ég er útskrifuð úr grunnskóla, en hef verið í nokkrum erlendum skólum
um ævina. Núna er ég í MH á IB braut.

Hvaða tungumál talar þú? Ég tala ísensku, norsku og ensku.

Hvenær og afhverju byrjaðir þú að skauta? Þegar ég var 9 ára byrjaði ég að skauta. Ég hafði aldrei
séð þetta aður og fannst sennandi að gera eitthvað nýtt sem fáum hafa dottið í hug að reyna.

Hvert í heiminum hefur skautaíþróttin leitt þig? Mestmegnis hef ég verið á Íslandi, en ég hef tekið
þátt í skautabúðum í Kanada og eignast mjög góða reynslu.

Hvað er markmið þitt sem þjálfari í vetur? Að vaxa og þroskast í þessu hlutverki sem getur verið
krefjandi, en samt sem áður virkilega gefandi, skapandi, og einfaldlega skemmtilegt.

Áttu eitthvað lífsmottó? Eitt bros getur skipt sköpum!

Eitthvað annað? Mínar bestu minningar eru á skautunum og þar hef ég eignast mínar bestu
vinkonur. Þessi lífsreynsla hefur mótað mig sem manneskju og er mér ómetanleg.